fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Paul Watson sleppur ekki í dag – Gæsluvarðhaldið í Nuuk framlengt

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 14:30

Watson segir að ef hann verði sendur til Japan komi hann aldrei til baka. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í grænlensku borginni Nuuk hefur úrskurðað að Paul Watson verði áfram í gæsluvarðhaldi. Dönsk yfirvöld eiga eftir að taka ákvörðun um framsal hans til Japan.

Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.

Eins og DV og fleiri miðlar hafa grein frá var Watson handtekinn í lok júlí og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Var það á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem japönsk stjórnvöld fóru fram á vegna meintrar árásar hans á hvalveiðiskip í Suður Kyrrahafi árið 2010.

Japönsk stjórnvöld hafa farið fram á framsal Watson, þar sem hann getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm. Þrýst hefur verið á dönsk stjórnvöld að sleppa Watson. Meðal annars hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti beitt sér í þágu hans, en Watson er búsettur í Frakklandi.

Nú hefur dómari í Nuuk úrskurðað að Watson skuli vera í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar þar sem dönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um framsal. Að óbreyttu má hann því dúsa í klefa sínum í Nuuk til 5. september næstkomandi. Watson hefur þó þegar áfrýjað ákvörðuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands