fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Oddur Eysteinn safnar fyrir vörn gegn málsókn Samherja – Lögmenn hans geti ekki lengur unnið án þóknunar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 14:00

Odee sendi út falsaða afsökunarbeiðni Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjörningalistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, safnar nú fyrir lögfræðiaðstoð vegna málsóknar Samherja á hendur honum í Bretlandi. Segir hann málið snúast um tjáningarfrelsi, en hann setti upp falska heimasíðu fyrir útgerðarfélagið þar sem hann skrifaði afsökunarbeiðni í nafni þess.

„Ég þarf aðstoð fjöldans, þó það sé andvirði kaffibolla eða einnar máltíðar. Margt smátt gerir eitt stórt. Ég er að safna fyrir lögfræðiaðstoð svo ég standi ekki einn í Hæstarétti Lundúna í næsta mánuði gegn fyrirtæki sem hefur ótakmarkað fjármagn,“ segir Oddur í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er gríðarlega mikilvægt að ná söfnunarmarkmiðinu eins fljótt og auðið er. Þetta mál snýst ekki einungis um mig heldur tjáningarfrelsi og mikilvægt hlutverk listamanna sem beina sviðsljósinu á málefni líðandi stundar.“

Lögsóttur fyrir lokaverkefnið

Téð málsókn er vegna listaverksins „We´re Sorry“ sem Oddur setti upp vorið 2023. Það er á heimasíðu sem hann bjó til og fréttatilkynninga sem hann sendi í nafni Samherja þar sem beðist var afsökunar. Mátti skilja sem svo að Samherji væri að biðjast afsökunar á framkomu sinni í Namibíu sem hefur verið linnulaust í fjölmiðlum undanfarin ár.

Skömmu eftir að verkið fór í loftið gaf Samherji frá sér yfirlýsingu um að óprúttnir aðilar væru að verki sem hefðu sent falsaða tilkynningu í nafni félagsins. Heimasíðan eða fréttatilkynningarnar hefðu ekki nein tengsl við útgerðarfélagið.

Eftir það steig Oddur fram og greindi frá því að gjörningurinn væri lokaverkefni hans í Listaháskóla Íslands. Það yrði til sýningar á Listasafni Reykjavíkur.

Standi frammi fyrir ofurefli

Söfnunin fer fram á síðunni Gofundme og hafa þegar safnast 17.600 norskar krónur af 150.000 þúsund króna takmarki. En það eru um 2 milljónir íslenskra króna. Ástæðan fyrir því að Oddur safnar í norskum krónum er sú að hann er búsettur í Noregi og stundar MA nám við KMD háskólann í Björgvin.

Sjá einnig:

Listamaðurinn ODEE stígur fram og lýsir yfir ábyrgð á fölsku afsökunarbeiðni Samherja

Á síðunni segir hann að málsóknin sé nú á leiðinni til dómstóls í London. En þar hafði dómari áður úrskurðað um lögbann á verkið og að Oddur þyrfti að afhenda Samherja lénið. Dómari bannaði þó Samherja að nota lénið fyrr en niðurstaða lægi fyrir í málinu.

„Þessi málsókn snýst ekki aðeins um mig, hún snýst um að verja málfrelsið og hlutverk listarinnar til að kalla þá valdamiklu til ábyrgðar,“ segir Oddur á síðunni. „Ég er nemi og listamaður, ég stend frammi fyrir ofurefli risafyrirtækis sem hefur úr miklu úr að spila.“

Lögmenn geti ekki unnið kauplaust lengur

Segir hann að lögmenn hans hjá hafi unnið án þóknunar í heilt ár en nú sé komið að tímamótum. Án fjárhagslegs stuðnings sjá hann fram á að þurfa að verja sig einsamall.

„Lögmannateymið mitt hjá Avant-Garde lögmönnum, stýrt af málfrelsislögmanninum Andra Matei, hefur unnið án þóknunar í heilt ár, en nú er komið að mikilvægum tímamótum,“ segir hann.

Oddur hefur margsinnis komist í fjölmiðla á undanförnum árum fyrir gjörninga sína. Meðal annars setti hann af stað heimasíðuna momair.com sem virtist vera heimasíða nýs flugfélags sem lofaði ókeypis flugferðum í heilt ár. Þá hefur hann einnig boðað komu veitingastaðanna Wendy´s og nú síðast Starbucks til Íslands án þess að hafa umboð til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt