fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Fólk af íslenskum uppruna í miklum meirihluta meðal lífeyrisþega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 15:30

Birgir Þórarinsson alþingismaður lagði fram fyrirspurn um upprunalönd lífeyrisþega. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti þeirra sem þiggja örorku-, endurhæfingar- og ellilífeyri frá Tryggingastofnun eiga Ísland sem upprunaland. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Birgir hafði óskað eftir upplýsingum um heildarfjölda þeirra sem þiggja slíkar greiðslur frá Tryggingastofnun eða hafa rétt á þeim, auk þess að spyrja um upphæðir í heild sinni. Óskaði hann sérstaklega eftir því að svörin yrðu sundurliðuð eftir upprunalandi. Vildi Birgir fá að vita hver staða þessarra mála var í janúar árið 2022 og í janúar á þessu ári.

Í svarinu kemur fram að í janúar 2022 hafi 23.567 einstaklingar verið með örorku- eða endurhæfingarlífeyrissréttindi hjá Tryggingastofnun en af þeim hafi 340 ekki þegið neinar greiðslur. Í janúar 2024 var um að ræða 24.259 einstaklinga en af þeim þáðu 337 engar greiðslur.

Af umræddum einstaklingum í janúar 2022 voru 21.082 með Ísland sem upprunaland, eða 86,9 prósent, en af þeim þáðu 320 engar greiðslur. Fólk sem upprunið er frá öðrum löndum og var í þessum hópi í janúar 2022 voru því samtals 3.177 en af þeim þáðu 20 engar greiðslur. Af öðrum upprunalöndum en Íslandi voru flestir frá Póllandi, 647. Næstflestir voru upprunnir frá Taílandi, 136, og í þriðja sæti voru Bandaríkin með 120. Annars er fólk í þessum hópi upprunnið frá fjölda landa út um allan heim.

Í janúar 2024 voru það 21.250, alls 87,6 prósent af heildarfjöldanum, í þessum hópi sem voru með Ísland sem upprunaland, þar af voru 303 sem höfðu slík réttindi en þáðu engar greiðslur. Alls voru 3.009 einstaklingar upprunir frá öðru landi en af þeim voru 17 með engar greiðslur. Fólki með erlent upprunaland fækkaði því í þessum hópi með örorku- og endurhæfingarlífeyrisréttindi. Flest þeirra voru upprunin frá Póllandi, 836, því næst kom Taíland með 145 og þar á eftir Bandaríkin með 135.

Eins og hálfs milljarðs hækkun

Þegar kemur að upphæðum greiðslna örorku – og endurhæfingarlífeyris í janúar 2022 greiddi Tryggingastofnun í þeim mánuði alls 6.173.094.828 krónur en meðalupphæðin var 261.938 krónur. Til fólks með íslenskan uppruna runnu 5.519.645.391 króna en 653.448.847 krónur til fólks með erlendan uppruna. Meðalupphæð sem greidd var til fólks með íslenskan uppruna var 261.818 krónur. Meðalgreiðslur til fólks af pólskum og taílenskum uppruna voru hins vegar lægri en meðalgreiðslur til fólks með bandarískan uppruna voru í janúar 2022 301.759 krónur.

Í janúar 2024 höfðu heildargreiðslur Tryggingastofnunar í örorku- og endurhæfingarlífeyri hækkað töluvert að nafnvirði frá því í janúar 2022 en þær voru þá alls 7.736.516.319 krónur en meðalupphæð á mann var 318.913 krónur. Alls voru greiddar 6.763.890.672 krónur til fólks með íslenskan uppruna en 972.625.647 fóru til fólks með annað upprunaland. Meðalgreiðsla til Íslendinganna var 318.301 króna en eins og 2022 lægri til fólks frá þeim þremur löndum sem flestir lífeyrisþegarnir koma frá nema þegar kemur að fólki frá Bandaríkjunum en meðalgreiðslan í þeim hópi var 352.115 krónur.

Hærra hlutfall á ellilífeyri

Þegar kemur að ellilífeyri er fólk með íslenskan uppruna í enn stærri meirihluta sem ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess hversu seint innflytjendum fór að fjölga verulega á Íslandi.

Í janúar 2022 voru 43.828 einstaklingar með réttindi til ellilífeyris frá Tryggingastofnun en af þeim þáðu 4.476 engar greiðslur. Af þessum hópi voru 42.004 með Ísland sem upprunaland, 95,8 prósent, en af Íslendingunum þáðu 4.393 engar greiðslur.

Í öllum hópnum voru því 1.824 með annað upprunaland en af þeim þáðu 83 engar greiðslur. Flestir í þessum hópi voru upprunnir frá Póllandi, alls 482, en þar á eftir kom Danmörk, með 216 einstaklinga, og því næst Þýskalandi með 125.

Í janúar 2024 voru 46.517 manns með réttindi til ellilífeyris en af þeim voru 5.117 sem feng ekki greiðslur. Af þessum hópi voru 44.162 með íslenskan uppruna, 94,9 prósent, en af þeim fengu 4.803 engar greiðslur. Fólk með annað upprunaland var því alls 2.355 og af þeim fengu 314 engar greiðslur. Af fólki með annan uppruna voru eins og 2022 flestir frá Póllandi, 774. Talan fyrir Danmörk var óbreytt frá 2022 en af þeim fjölgaði lítillega í hópi þeirra sem fengu ekki neinar greiðslur en af fólki af þýskum uppruna voru 123.

Síhækkandi

Eins og í tilfelli örorku- og endurhæfingarlífeyris hækkuðu heildarútgjöld Tryggingastofnunar vegna ellilífeyris töluvert að nafnvirði frá janúar 2022 og fram til janúar 2024.

Í janúar 2022 voru þau alls 7.533.514.608 krónur en af þeim fóru 7.312.784.169 til fólks með íslenskan uppruna en 220.730.439 til fólks með erlendan uppruna. Meðalupphæðin á mann var 171.888 krónur. Meðalupphæð á hvern ellilífeyrisþega með íslenskan uppruna var 174.097 krónur en meðalupphæðir á hvern lífeyrisþega frá þeim þremur löndum sem flestir lífeyrisþeganna, sem eru af erlendum uppruna, komu frá voru lægri.

Í janúar 2024 voru heildarútgjöldin til ellilífeyrisgreiðslna 9.326.565.080 krónur en þar af runnu 9.004.184.677 til lífeyrisþega af íslenskum  uppruna og þar með 322.380.403 til fólks af erlendum uppruna. Meðalupphæð á hvern mann var 200.498 en eilítið hærri á hvern lífeyrisþega af íslenskum uppruna, 203.890 en eins og 2022 lægri á hvern lífeyrisþega sem á uppruna sinn í þeim þremur löndum þaðan sem flestir ellilífeyrisþegar af erlendum uppruna koma.

Í svari ráðherrans við fyrirspurn Birgis koma fram margvíslegar og ítarlegar upplýsingar en hér hefur verið stiklað á stóru. Hægt er að kynna sér svarið nánar á vef Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Fréttir
Í gær

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma
Fréttir
Í gær

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni
Fréttir
Í gær

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona á fertugsaldri með 13 milljónir í farangrinum

Íslensk kona á fertugsaldri með 13 milljónir í farangrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga segir illa farið með konurnar sem sinntu einu mikilvægasta starfi sem til er

Inga segir illa farið með konurnar sem sinntu einu mikilvægasta starfi sem til er
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi vill alls ekki að afnema tolla af innfluttum matvælum – „Myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér“

Sigurður Ingi vill alls ekki að afnema tolla af innfluttum matvælum – „Myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér“