fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 18:31

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn forsvarsmanna nýsköpunarfyrirtækisins Sæbýli í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns fyrirtækisins úr landi fela í sér mun meiri skaða en öll þau áföll sem dunið hafa á fyrirtækinu í kjölfar jarðhræringanna í bænum.

Fyrirtækið Sæbýli elur sæeyru til manneldis en sæeyru eru tegund sæsnigla. Fyrirtækið byggði upp eldisstöð í Grindavík og undanfarið hefur starfað sem sérfræðingur hjá fyrirtækinu maður að nafni Adrian Marin. Marin, sem er eðlisverkfræðingur, er frá Kólumbíu en í morgun var honum vísað úr landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur.

Kamma Thordarson stjórnmálafræðingur og dóttir hennar hafa kynnst fjölskyldunni vel en í grein á Vísi lýsir Kamma yfir furðu sinni vegna brottvísunarinnar. Fjölskyldan hafi búið hér á landi í þrjú ár og hjónin hafi bæði verið í vinnu og því alls engin byrði á íslensku samfélagi.

„Ein besta vinkona dóttur minnar þarf að yfirgefa landið í dag“

Sigurður Pétursson einn forsvarsmanna Sæbýlis, vinnuveitanda Marin, fjallar um brottvísun fjölskyldunnar á Facebook og segist vera furðu lostinn og eiga bágt með að skilja hvers vegna þetta hafi átt sér stað.

„Það er kaldhæðni örlaganna að fráleitt kerfi meðhöndlunar útlendingamála valdi því að lykilsérfræðingur hjá Sæbýli í Grindavík var í morgunn vísað brott frá landinu ásamt fjölskyldu sinni.“

Sigurður fer í stuttu máli yfir öll þau áföll sem dunið hafa á fyrirtækinu í jarðhræringunum í Grindavík meðal annars tjón á byggingum, tækjum og dauða fjölda sæeyra sem verið var að ala í eldisstöðinni sem mun hafa komið til vegna rafmagnsleysis af völdum jarðhræringanna. Hann segir stöðu fyrirtækisins þeim mun erfiðari þar sem það sé á nýsköpunarstigi og hafi því ekki enn sem komið er neinar tekjur og fái takmarkaðan stuðning stjórnvalda vegna staðsetningarinnar í Grindavík. Verst sé þó að missa lykilstarfsmann með þessum hætti:

„Að missa lykilstarfsmann okkar er svo miklu meira og persónulegur skaði en orð fá lýst.“

Skilur ekki kerfið

Sigurður segist eiga bágt með skilja kerfið sem heldur utan um útlendingamál hér á landi og það hafi verið erfitt að fá það svar að fyrirtækið þurfi að leggja fram nýja umsókn um atvinnuleyfi og að meðferð hennar taki þrjá mánuði og það sé fyrst þá sem fjölskyldan megi snúa aftur til Íslands.

Hann segir Marian hafa komið til liðs við fyrirtækið fyrir einu og hálfu ári á tímum sóknar en hann hafi reynst ómetanlegur í þeirri varnarbaráttu sem fyrirtækið hafi þurft að heyja í kjölfar jarðhæringanna og rýmingar Grindavíkur í nóvember í fyrra. Marian hafi átt stóran þátt í að fyrirtækinu hafi tekist að halda klakstofni sæeyranna á lífi í gegnum allar hörmungarnar og hafi verið reiðubúinn að fara til Grindavíkur þótt það hafi alls ekki verið hættulaust undanfarið.

Sigurður lýsir ítrekað yfir furðu sinni og spyr hvers vegna fjölskyldu sem komið hafi sér svo vel fyrir á Íslandi sé vísað úr landi:

„Mig skortir orð! Af hverju þurfum við að vísa úr landi aðilum eins og ykkur fjölskyldunni sem greiða skatta, skyldur og leggið á ykkur að læra íslensku og leggja til samfélagsins? Af hverju fengum við sem atvinnurekandi aldrei upplýsingar fyrr en í lok júní þegar okkur er kynnt í símtali að það eigi að vísa þér og fjölskyldunni úr landi?“

Sigurður segir að lokum að hann vonist til þess allir þeir aðilar sem Sæbýli hefur leitað til sjái að kerfið sé meingallað og fylgi eftir loforðum sínum um að aðstoða fyrirtækið með að fá Marian og fjölskyldu aftur heim til Íslands og segist munu sjá hann aftur eftir þrjá mánuði.

Adrian þakkar Sigurði innilega fyrir sig, á íslensku, í athugasemd við færsluna og segist vona að fjölskyldan komist aftur sem fyrst til Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti