fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Íslensk kona á fertugsaldri með 13 milljónir í farangrinum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 14:59

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, fædd árið 1987, sem býr í einu af úthverfum Reykjavíkur, hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti.

Í ákæru Héraðssaksóknara, sem DV hefur undir höndum, segir að konan hafi þann 21. desember árið 2022 tekið við 86.500 evrum í reiðufé frá óþekktum aðila. Jafngildir það um 13 milljónum íslenskra króna. Hafi konunni ekki getað dulist að peningarnir væru ávinningur af refsiverðum brotum. Hafi hún ætlað að flytja þá úr landi til Amsterdam í Hollandi og afhenda þá óþekktum aðila.

Konan geymdi peningana í farangri sínum en hún var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli þann 22. desember 2022, er hún var á leið til Amsterdam með flugi. Við leit í farangri hennar fundust peningarnir.

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á evrunum 86.500.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus