fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Google og Apple bílar eru núna á Íslandi að mynda – Tækifæri til að öðlast frægð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 18:30

Google og Apple bílar eru á götunum. Mynd/Jakub Baurski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndatökubifreiðar frá tæknirisunum Google og Apple hafa sést á götum úti í Reykjavík að undanförnu. Eru þeir að taka myndir fyrir kortagrunna sína, Google Maps og Apple Maps.

Google bílar komu til landsins í júlí árið 2013 og mynduðu víða um land fyrir þrívíddarkerfi Google Maps, það er Google Street View. Voru myndirnar settar inn í kerfið þá um haustið. Sama ár mynduðu bílar á vegum Já.is götur landsins.

Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt breyst á rúmum áratug, sérstaklega eftir að ferðamannasprengjan fór af stað. Verður gömlu myndunum skipt út fyrir þær nýju.

Apple bílarnir eru hins vegar á Íslandi í fyrsta skipti. En þeir eru að mynda fyrir þrívíddarþjónustuna Look Around. Er verið að mynda allt landið og gert ráð fyrir að ljúka tökum þann 7. september næstkomandi.

Eins og gefur að skilja hafa náðst ýmis konar furðumyndir í grunninn þegar bílarnir keyra um iðandi mannlífið. Má því segja að nú sé tækifærið fyrir Íslendinga að fá sínar 15 mínútur af frægð.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu