fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Boðað til mótmæla í Frakklandi og Danmörku – Færeysk stjórnvöld vilja hinn „pirrandi“ Watson framseldan til Japan

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. ágúst 2024 17:30

Bjarni Petersen (t.h.) vill sjá Watson (t.v.) gjalda fyrir brot sín. Myndir/Gettty/Færeyska stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til mótmæla víða um Frakkland vegna handtöku hvalfriðunarsinnans Paul Watson. Færeyingar vilja að Watson verði framseldur til Japan til að gjalda fyrir brot sín.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum þá situr hvalfriðunarsinninna kanadíski Paul Watson í gæsluvarðhaldi í Grænlandi. Hann var handtekinn í júlí á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem Japanir báðu um og hafa þeir óskað eftir að Watson verði framseldur fyrir meint brot gegn hvalveiðiskipi í Suður Kyrrahafi árið 2010.

Mikill þrýstingur hefur verið á dönsk stjórnvöld, sem hafa lokaorðið um framsal, á að sleppa Watson. Meðal annars frá Emmanuel Macron Frakklandsforseta og mörgum þingmönnum Evrópuþingsins, en Watson hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarin ár. Gæsluvarðhaldið rennur út um miðja vikuna. Verði Watson framseldur á hann yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm, en hann er 73 ára gamall.

Bardot óttast um líf Watson

Boðað hefur verið til mótmæla víðs vegar um Frakkland á mánudag til að mótmæla handtökunni og hugsanlegu framsali. Einnig hefur verið boðað til mótmæla í Kaupmannahöfn, þar sem ákvörðunin verður tekin um framtíð Watson.

Bardot styður Paul Watson. Mynd/X

„Ef hann verður framseldur til Japan er hann dauður,“ sagði hin 89 ára gamla fyrirsæta Brigitte Bardot í viðtali við sjónvarpsstöðina LCI. En hún er mikill dýraverndunarsinni og hefur stutt Watson í gegnum tíðina. „Hann er einstök persóna, hetja sem hefur varið lífi sínu í að verja hvali gegn Japönum, gegn japönskum hvalveiðiskutlum.“

Enginn framseldur fyrir svona lítilræði

Lamya Essemlali, samstarfskona Watson, hefur heimsótt hann á hverjum degi í fangelið í Nuuk, höfuðstað Grænlands.

„Hann veit að Japan er að beita allri sinni pólitísku vigt til að fá hann. Hann er pólitískt merki,“ sagði Essemlali við fréttastofuna AFP. „Jafn vel þó hann sé sekur, þá er augljóst að enginn hefur verið framseldur fyrir svona smávægileg brot. Hann sér ekki eftir neinu. Hann veit að hann gerði rétt.“ En Watson er sakaður um að elta uppi hvalveiðiskip, fara um borð og ráðast að hvalveiðimönnum.

Hafi pirrað Færeyinga

Handtaka Watson hefur einnig hreyft við færeyskum stjórnvöldum sem hafa horn í síðu Watson. En hann hefur lengi beitt sér gegn grindhvalaveiðum Færeyinga.

Í frétt DR segir að færeysk stjórnvöld hafi athugað hvort grundvöllur væri fyrir framsali Watson til Færeyja. Það er hvort að eitthvað opið mál væri í gangi gegn honum.

Sjá einnig:

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun

Það hafi hins vegar ekki reynst raunin að sögn Bjarna Petersen dómsmálaráðherra. Engu að síður hafi Watson truflað Færeyinga.

„Hann hefur gripið til ofbeldis. Hann hefur unnið skemmdarverk og hann hefur sagst reiðubúinn að brjóta lög fyrir málstað sinn,“ sagði Bjarni. „Hann hefur valdið færeysku samfélagi og Færeyingum miklum pirringi.“

Þess vegna telja færeysk stjórnvöld að Watson þurfi að sæta ábyrgð. Ekki aðeins fyrir það sem hann hafi gert í Færeyjum heldur víðs vegar um heim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt