fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Þorgrímur leggur til að 1.000 krónur af útvarpsgjaldinu fari í Afrekssjóð fyrir íþróttamenn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. ágúst 2024 09:11

Þorgrímur Þráinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, varpaði fram athyglisverðri hugleiðingu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem margir hafa tekið undir.

Benti Þorgrímur á að við greiðum rúmlega 20.000 krónur á mann í útvarpsgjald á hverju ári og höfum ekkert val um það.

„Ef 1000 kr. af þessari upphæð færi í Afrekssjóð, til stuðnings afreksíþróttafólki (ekki veitir af), sem getur aukið hróður Íslands um heim allan, myndu um 300 milljónir safnast árlega,“ sagði Þorgrímur sem tók fram að þetta væri skrifað undir áhrifum þess að fylgjast með Ólympíuleikunum sem nú fara fram í París.

Þorgrímur er ekki sá eini sem hefur kallað eftir því að aukið fjármagn verði sett í afreksíþróttir hér á landi. Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ hefur verið áberandi í þeirri baráttu.

„Ég segi það bara beint út, við þurfum miklu betri umgjörð, við þurfum miklu betri skipulagningu til lengri tíma og við þurfum fjórfalt til fimmfalt fjármagn á miðað við hvað er í afreksíþróttum í dag og þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Vésteinn í viðtali við RÚV í júlí og sagði að stefnan hefði verið að ná inn fleiri en fimm íslenskum keppendum á Ólympíuleikanna í París.

„Ég er ekki sáttur við að fara með fimm en mér finnst þessi fimm vera góðir fulltrúar og flott fólk, við verðum bara að reyna að gera gott úr því. Ég vil ná miklu fleirum á Ólympíuleika í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“