fbpx
Laugardagur 10.ágúst 2024
Fréttir

Arndís varar fólk við að kaupa kettlinga frá „kettlingamyllum“ – Dýrin framleidd á færibandi og beitt hrottalegri meðferð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 11:05

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður Villikatta, hefur skorið upp herör gegn braski með kettlinga á netinu og illri meðferð á köttum sem liggur þar að baki. Algengt er að fólk bjóði kettlinga til sölu á Bland.is og undir rós á Facebook (því bannað er að auglýsa dýr til sölu) og sumir einstaklingar eru mjög stórtækir í þessu braski.

Ekki er um hreinræktuð dýr að ræða en stundum kemur upp kettlingaskortur og þá vill fólk greiða fyrir kettlinga. Auk þess eru útlendingar búsettir hérlendis algengir kaupendur þar sem sumir eiga ekki öðru að venjast en að greiða þurfi fyrir gæludýr.

Arndís segir að þeir sem eignist sætan kettling í gegnum svona viðskipti séu að styðja við siðlausa starfsemi, sem hún kallar kettlingamyllur, þar sem dýr eru framleidd á færibandi og læður verða fyrir brenglun vegna þess að þær eru látna gjóta of ört. Kettlingar sem seldir eru frá kettlingamyllum eru teknir allt of snemma frá mæðrum sínum.

Arndís hefur birt pistil á Facebook þar sem hún lýsir kettlingamyllum sem skelfilegum stöðum þar sem dýrum líður illa. Í samtali við DV segir hún að pistillinn sé sá fyrsti af mörgum því hún vilji kveða þessa starfsemi niður. Arndís segir í pistli sínum:

„Á þessum stöðum, og hjá því fólki sem braskar svona með lítil líf, finnurðu oft kettlinga í þröngum, óhreinum og óhollustuvænum aðstæðum. Í allra verstu tilvikum búa margir kettir á sama þrönga svæðinu, oft í eigin úrgangi með tilheyrandi lykt og óþrifnaði.

Kettlingarnir eru svo yfirleitt auglýstir á netinu, með einhverjum sætum myndum af þeim og á háu verði miðað við að það fylgja þeim ekki neinar heilsufarsupplýsingar eða annað.“

Kettlingar sem fæddir eru á þessum stöðum eru teknir of snemma frá mæðrum sínum og systkinum og hefur það slæm áhrif á þroska þeirra. Mælt er með því að kettlingur sé ekki tekin frá móður sinni fyrr en hann er orðinn 12 vikna. Þetta sé gert til að spara peninga. Kattabraskarinn losnar við að kosta fóður í kettlingana ef þeir eru látni fara nógu snemma því kettlingar innan sex vikna nærast yfirleitt eingöngu á móðurmjólkinni.

Arndís lýsir kettlingamyllum sem skelfilegum stöðum og segir í pistli sínum:

„Það sem þessir sjálftitluðu „ræktendur“ gera svo til að viðhalda myllunni er oft að halda eftir kettlingum, sem annaðhvort seljast ekki eða hafa loðinn feld, til að ala undan fleiri kettlinga. Þegar kettlingurinn verður kynþroska verða þeir svo notaðir til að rækta eins marga nýja kettlinga og hægt er t.d. eru dæmi um 8 mánaða læður sem verða kettlingafullar eftir feður sína eða bræður.

Læðurnar eru látnar gjóta eins oft á ári og möguleki er á. Þegar svo læðurnar verða of gamlar, líkamlega og andlega örmagna, eða veikar og geta ekki átt kettlinga lengur þá græðir fólkið ekki lengur á þeim og eru þær þá annað hvort gefnar, hent út á gaddinn eða í versta falli er þeim lógað. Bara fyrir það eitt að það er ekki hægt að græða peninga á þeim lengur.

Og já. Þetta er að gerast á Íslandi!

OG þetta er viðbjóður!

Þaðan kemur nafnið „Kettlingamylla“ því dýrin eru framleidd á færibandi og svikamyllan heldur áfram. Ekki þarf að taka það fram að þessi atvinnustarfsemi er gjörsamlega svört og án nokkurs samráðs við heilbrigðiseftirlitið, þar sem viðurkenndar ræktanir þurfa að gera grein fyrir velferð og heilsu dýranna ásamt því að halda bókhald.

Þeir kettir sem fæðast í myllunni, og viðhalda hringrás undaneldis, fá sömu örlög og foreldrar sínir og áfram heldur kettlingamyllan að græða því grunlaust fólk sem vill fá lítin sætan loðbolta á heimilið veit ekki hversu siðlausa starfsemi þau eru að styðja.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

De Gea samdi á Ítalíu
Fréttir
Í gær

Forsvarsmenn hótelsins með veggjalýsnar svara – „Líklega komu fyrri gestir með þetta í ferðatöskum sínum“

Forsvarsmenn hótelsins með veggjalýsnar svara – „Líklega komu fyrri gestir með þetta í ferðatöskum sínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spá hruni mikilvægs hafstraums – Loftslagið á norðurhveli gæti orðið eins og í Alaska

Spá hruni mikilvægs hafstraums – Loftslagið á norðurhveli gæti orðið eins og í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný húðskammar Patrik: „Segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar“

Guðný húðskammar Patrik: „Segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er auðvelt að hoppa á græðgisvagninn gagnvart svona tölum“

„Það er auðvelt að hoppa á græðgisvagninn gagnvart svona tölum“