fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

„Það er auðvelt að hoppa á græðgisvagninn gagnvart svona tölum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarna eru vissulega hækkanir, en ég myndi segja að þær væru innan óvissumarka þess að hægt sé að ásaka fólk um græðgi,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Björn gerir þar uppgjör Festar, sem á meðal annars Krónuna og N1, að umtalsefni en í síðustu viku var greint frá því að hagnaður félagsins hefði aukist um 78,5% á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra.

„Sam­fé­lags­miðlar tóku við sér og hneyksluðust hressi­lega á þess­ari græðgi á meðan fólk glím­ir við háa vexti á lán­um og háa verðbólgu. Skilj­an­lega – því 78,5% hækk­un á gróða á milli ára lít­ur út fyr­ir að vera ansi hressi­leg hækk­un,“ segir Björn sem ákvað að skoða málið nánar.

„Hinkrum aðeins við“

Í fréttum var greint frá því að hagnaðurinn fyrstu sex mánuði ársins hafi numið 1,2 milljörðum en á sama tíma í fyrra var hann 647 milljónir. Björn segir að það sé vissulega ansi há upphæð á alla mælikvarða og bendir á að það sé álíka mikið og var sett í framkvæmdasjóð ferðamannastaða allt árið í fyrra.

„78,5% hækk­un. 550 millj­ón­um meira. Græðgi, er það ekki? Hinkr­um aðeins við, þetta er ekki öll sag­an,“ segir Björn sem vísar í frétt mbl.is af uppgjörinu þar sem fram kom að vörusala hafi numið 36 milljörðum króna en nam 34 milljörðum árið áður – aukning upp á 5,4% á milli ára.

„1,2 millj­arðar í hagnað af 36 millj­arða króna vöru­sölu er 3,3% hagnaður. Verðbólg­an er 6,33%. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækkað um 6,24% þar sem vöru­flokk­arn­ir sem hafa hækkað mest eru kjötvör­ur. Nauta­kjöt og svína­kjöt hef­ur hækkað um rétt rúm­lega 8% á meðan lamba­kjöt hef­ur hækkað um heil 18,35%. Kart­öfl­ur hafa hækkað um rúm­lega 21%, sæl­gæti um rúm­lega 10% og súkkulaði um tæp­lega 16%,“ segir Björn og bendir á að verðbólgan sé lúmsk, sérstaklega þegar hún er búin að vera há í langan tíma.

Ráðstöfunartekjurnar rýrna

„Við þurf­um stöðugt að upp­færa verðvit­und okk­ar í sam­an­b­urði við ráðstöf­un­ar­tekj­ur. Ef við vor­um áður að borga 25% af ráðstöf­un­ar­tekj­um okk­ar í hús­næði og borg­um nú 100 þúsund krón­um meira út af verðbólg­unni eða háum stýri­vöxt­um – þá seg­ir það okk­ur í raun­inni ekk­ert nema við skoðum hlut­fallið af ráðstöf­un­ar­tekj­um. Við gæt­um vel verið að borga fleiri, en verðlaus­ari, krón­ur. Við gæt­um þess vegna verið að borga minna hlut­fall af ráðstöf­un­ar­tekj­um okk­ar í dag en fyr­ir fimm árum í hús­næði. Staðan í dag er að árs­breyt­ing launa er 6%. Lægri en verðbólga – sem þýðir að að jafnaði eru ráðstöf­un­ar­tekj­ur okk­ar að rýrna,“ segir Björn í grein sinni og spyr síðan:

„Miðað við allt þetta, er 78,5% aukn­ing á hagnaði – 550 fleiri millj­ón­ir – græðgi? Miðað við að þetta eru bara 3,3% af heild­inni og helstu söku­dólga verðbólg­unn­ar er að finna ann­ars staðar, þá er erfitt að full­yrða að svo sé. En 78,5% hækk­un lít­ur illa út. Það er auðvelt að hoppa á græðgis­vagn­inn gagn­vart svona töl­um. Þarna eru vissu­lega hækk­an­ir, en ég myndi segja að þær væru inn­an óvissuvikmarka þess að hægt sé að ásaka fólk um græðgi. Töl­fræðin vill­ir stund­um fyr­ir í svona dæm­um – sem er ekki hjálp­legt fyr­ir umræðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði