Árni Þórður Sigurðsson er látinn. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði á mánudag.
Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, faðir Árna greinir frá þessu á samfélagsmiðlum nú fyrir skemmstu.
„Að teknu tilliti til vina og vandamanna sem fá fréttir á ótrúlegum hraða höfum við hjónin ákveðið að tilkynna hér á FB um andlát sonar okkar, Árna Þórðar Sigurðarsonar,“ segir Sigurður. „Árni sem veiktist lífshættulega 2021 var að talið var orðinn heill. Hann starfaði sem tollvörður á keflavíkurflugvelli uns hann veiktist. Við hjónin biðjum um andrými til að tækla þessa miklu sorg.“
Árni veiktist af fjöllíffærabilun, tæplega þrítugur að aldri, og lá mjög illa haldinn í um tíu mánuði á spítala. Lengi var hann í öndunarvél. Veikindi Árna voru mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og Sigurður hélt þjóðinni vel upplýstri um framgang mála. Í október árið 2022 var Árni útskrifaður af spítala.