Sérsveit Ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út í lögregluaðgerð sem stendur nú yfir í Vogahverfi í Reykjavík.
Mbl.is greindi fyrst frá.
Greint er frá því að sérsveitin sé að aðstoða Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í húsi við götuna Karfavog. Sést hefur til sjúkrabíls á svæðinu en ekki er vitað hvort hann tengist aðgerðinni.
Uppfært:
Enginn var handtekinn við aðgerðina samkvæmt tilkynningu lögreglu. Málið fékk farsælan endi.