fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ráðgátan um öskrandi konuna loksins leyst – Vísindamenn forviða í 90 ár

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 21:30

Svipurinn á múmíunni er voðalegur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við háskólann í Kaíró í Egyptalandi telja sig hafa fundið ástæðuna fyrir því af hverju múmían af hinni svokölluðu „öskrandi konu“ er með sinn ægilega svip. Það er ekki léleg greftrunaraðferð eins og áður var talið.

Ráðgátan um öskrandi konuna hefur ært vísindamenn og áhugamenn um fornegypta í 90 ár. En múmían er af konu sem dó fyrir um 3 þúsund árum síðan. Múmían er með opinn munninn og virðist öskra af kvölum. Það er eins og hún hafi frosið þannig og varðveist í gegnum árþúsundin.

Vísindamenn telja nú að það hafi einmitt verið það sem hafi gerst. Að konan hafi dáið mjög kvalafullum dauðdaga.

En hvers vegna slaknaði þá ekki á líkinu eftir að konan dó? Vísindamenn telja að hún hafi fengið afar sjaldgæfan krampa, nokkurs konar nákrampa (e: cadaveric spasm), sem veldur því að vöðvarnir stífna og stirðna í þeirri stellingu sem manneskjan var í þegar hún lést eins og segir í frétt bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky News um málið.

Þessir nákrampar gerast einkum þegar viðkomandi deyr mjög sársaukafullum dauðdaga og álag er mikið á líkamann og tilfinningarnar.

48 ára gigtveik og með hárkollu

Múmían fannst árið 1935 í fornleifauppgreftri í Deir el-Bahari, nálægt borginni Luxor, nokkuð sunnarlega í Egyptalandi. Lá hún undir grafhýsi arkitekts sem kallaðist Senmut.

Múmían lá í viðarkistu. Fótleggirnir voru beinir en handleggirnir krosslagðir yfir mjaðmasvæðið. Á höfði hennar var hárkolla, gerð úr pálmatrefjum sem unnar voru með kvarsi og kristöllum en hár hennar var litað. Á fingrum hennar voru tveir hringir úr gulli og silfri.

Múmían fannst árið 1935.

Hún var með nokkrar brotnar tennur og á hryggnum sást að hún hafði þjáðst af gigt, þó ekki alvarlegri. Hún hefur verið rétt rúmlega 150 sentimetrar á hæð og dáið 48 ára gömul.

Dýr smurning

Upphaflega var talið að eitthvað hefði farið úrskeiðis við smurningu konunnar. Þess vegna hefði líkið afmyndast og sýnt þennan ægilega svip.

Vanalega voru öll líffærin nema hjartað fjarlægð úr líkum áður en þau voru smurð og vafin í múmíur. En í tilfelli þessarar konu voru líffærin enn þá til staðar, sem vísindamenn töldu til marks um lélega smurningu.

Það sem rímaði hins vegar ekki við þá kenningu var að rannsókn á húð konunnar sýndi að hún hafði verið smurð með einiberjum og reykelsi, sem voru afar dýrar vörur sem Egyptar þurftu að flytja inn.

Notuðu tölvusneiðmynd

Hin nýja rannsókn vísindamannanna við Kaíró háskóla, sem Sahar Saleem prófessor í geislafræði leiddi, leiðir líkur að því að nákrampi skýri svipinn.

Úr tölvusneiðmyndavélinni.

Notast var við tölvusneiðmyndatæki til að framkvæma eins konar sýndarkrufningu á múmíunni. Sýndi hún ýmis smáatriði sem ekki voru þekkt áður.

Sagði Saleem að múmían væri tímahylki, sem hefði gripið og sýnt okkur síðustu andartök þessarar konu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi