fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Guðný húðskammar Patrik: „Segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.

Guðný skrifar aðsenda grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir orð Patriks Atlasonar, Prettyboitjokko, sem hann lét falla í útvarpsþættinum Veislan á FM 957 í síðustu viku. Í þættinum fengu hlustendur að greiða atkvæði um besta þjóðhátíðarlagið og spurði Patrik einn þeirra hvort hann væri á leiðinni á þjóðhátíð.  „Mætir þú með botnlaust tjald,“ spurði hann.

Guðný segir að nokkur ár séu liðin síðan hún var spurð af sinni hvað málið væri með þessa hátíð í Vestmannaeyjum. Konum væri nauðgað á hátíðinni og fólk talaði um þetta sem eðlilegan hlut. Sagðist vinkonan hafa heyrt talað um hátíðina sem nauðgunarhátíð.

Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

„Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún.“

Guðný segist skilja hana vel en samtalið átti sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega flestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum.

Hún segir svo að nauðgunarbrandari Patriks sé skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi.

„Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?,“ spyr hún í grein sinni.

Hún útskýrir svo hvaða merking felst í að taka með sér botnlaust tjald á útihátíð.

„Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara.“

Guðný bendir á að á sama hátt og Patrik og Skaupið nái orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi eða lesnu efni.

„Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir hún meðal annars í grein sinni sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg