fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Ólafur Ágúst situr af sér tíu ára dóm – Fangi þarf að vinna í 65 klukkustundir til að komast í einn sálfræðitíma

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ágúst Hraundal, höfuðpaurinn í svokölluðu saltdreifaramáli, sem varðaði framleiðslu á gífurlega miklu magni af amfetamíni, afplánar tíu ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni. Ólafur er ritfær og hefur beitt penna sínum á undanförnum misserum til að fjalla um fangelsismál.

Það gerir hann í nýrri grein á Nútímanum þar sem segir:

„Að lenda í fangelsi er áfall. Það er bæði áfall fyrir þann sem fer í fangelsi og líka aðstandendur viðkomandi. Í raun tekur það jafnvel meira á aðstandendur en þann sem situr inni. En því miður er þessi hópur fólks týndur í kerfinu. Aðstandendur eiga erfitt með að leita sér hjálpar vegna þeirrar skammar sem þeir upplifa og fangar fá takmarkaða hjálp þótt þeir gjarnan vildu þiggja hana. Flest allir innan kerfisins glíma við ýmsar raskanir, áföll og fíknir sem eiga sinn þátt í að viðkomandi er í þeirri stöðu sem hann/hún eru í. Kerfið er eins grátt og það getur verið. Það má ekki sýna tilfinningar. Tilfinningar eru eins og blygðunarlaust klám.“

Í grein sinni gagnrýnir Ólafur Ágúst lág laun í fangelsisvinnu og erfiðleika fanga við að afla sér sálfræðiþjónustu. Má ljóst vera af þeim tölum sem Ólafur Ágúst dregur fram í greininni að það tekur fanga óratíma og mikla fyrirhöfn að komast til sálfræðings eða  í klippingu. Um vinnulaunin segir þetta:

„Þeir fangar sem elda ofan í sig sjálfir fá 1.700 kr á dag sem er engan vegin nóg ef við horfum þá verðlagsþróun sem átt hefur sér stað í samfélaginu. Laun/þóknun hafa ekki hækkaði síðan árið 2009. Þá í 415 kr. Þá kostaði sígarettupakkin rúmar 500 kr EN í dag kostar sígarettupakkinn 1.700 kr. Að fá 3.150 kr á viku í dagpeninga er skammarlegt ef horft er til verðlagsþróunnar í samfélaginu. Að fangar fái 415 kr á tímann fyrir vinnuframlag sitt er satt að segja ömurlegt. Þetta er mikil niðurlæging og vanvirðing við einstaklinginn.“

Hann rekur síðan til samanburðar hvað það kostar fanga að komast til sálfræðings, nokkuð sem fangar hafa mikla þörf fyrir:

„Ég hef orðið vitni að því þegar fangar festast í spíral áfalla sem ekki hefur verið unnið úr. Það er sorglegt. Það að fangar þurfi að fá leyfi til að leita sér hjálpar hjá sálfræðingum utan fangelsisins á sinn eigin kostnað sýnir getuleysi starfsmanna geðsviðs fangelsismálastofnunar. Sálfræðitími kostar 23.500 kr og síðan þarf viðkomandi að koma sér sjálfur til og frá sálfræðingi.

Þetta er mikill kostnaðarauki. Einn sálfræðitími getur því kostað fanga sirka 65 klukkustundir í vinnu. Er það sanngjarnt? Þetta er eins óheilbrigt og það verður. Þetta er í raun hreint og klárt ofbeldi. Annað dæmi gæti verið þegar fangi vill fá klippingu. Hún kostar 6.500 kr sem gerir 16 vinnustundir fyrir fangann. Er það sanngjarnt? Enn og aftur er verið að níðast á fanganum. Það er reynt eins og hægt er að hamla föngum að geta sótt sér aðstoð eða haldið sér til. Þetta er ekkert annað en ofbeldi eða mannfyrirlitning. Af hverju þarf að koma fram við fanga eins og rusl. Það er mín upplifun að okkar prúða samfélag hafi með öllu okkar góða fólki flokkað fanga í ruslflokk. Það virðist því miður gleymast hjá góða fólkinu að fangar eiga líka fjölskyldur sem allar hafa tilfinningar.“

Ólafur Ágúst spyr hvað orðið hafi um það markmið að fangar endurhæfist og betrist í fangelsi. Greinina í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli