fbpx
Mánudagur 05.ágúst 2024
Fréttir

Pedro fékk þungan dóm – Svart, gúmmíkennt efni í ferðatöskunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. ágúst 2024 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm ára gamall maður, Pedro Henrique De Souza, hefur verið sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en Pedro flutti hingað til lands 5.650 g af kókaíni með styrkleika 35-39%.

Pedro kom með flugi hingað til lands laugardaginn 9. mars. Við athugun á farangri hans kom í ljós að í ferðatöskunni hans var önnur ferðataska. Kom í ljós að svart gúmmíkennt efni var falið í báðum töskunum, í botni þeirra og hliðum, blanda af gúmmí, koffíni og kókaíni. Var það niðurstaða rannsóknarstofu Háskóla Íslands eftir rannsókn á efnunum að vinna mætti 5.650 g af kókaíni úr þeim.

Pedró játaði fyrir dómi að hafa flutt efnin til landsins en taldi að magnið hefði verið miklu minna, eða um 2,5 kg.

Pedró sagði að sér og fjölskyldu hans hefði verið hótað og hafi hann neyðst til að flytja efnin til landsins. Athugun hefur leitt í ljós að hann á ekki sakaferil að baki.

En magn efnanna er mikið og var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness að dæma hann í 3 ára fangelsisvist.

Dóminn, sem kveðinn var upp 12. júlí, má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“
Fréttir
Í gær

Glúmur sætti yfirheyrslu eftir að hafa auglýst eftir iðnaðarmanni

Glúmur sætti yfirheyrslu eftir að hafa auglýst eftir iðnaðarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrýðissemi sögð kveikurinn að hnífsstunguárásinni á Akureyri

Afbrýðissemi sögð kveikurinn að hnífsstunguárásinni á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga segir konur þurfa að spyrna við fótum – „Forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessar óraunhæfu kröfur“

Helga segir konur þurfa að spyrna við fótum – „Forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessar óraunhæfu kröfur“