fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Kærði þjóðþekktan alþingismann fyrir að hafa nauðgað sér þegar hún var 14 ára gömul

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. ágúst 2024 10:30

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðþekktur alþingismaður var kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað 14 ára gamalli stúlku árið 1999. Þegar málið var loks kært var brotið fyrnt en þolandinn upplifði mikinn sigur í því að vita til þess að alþingismanninum hefði verið tilkynnt um kæruna og niðurstöðu málsins þó sá þyrfti ekki að svara til saka vegna málsins.

Þetta kemur fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á vettvangi í umsjón Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Í þættinum kemur fram að þegar konan ákvað loks að kæra brotið hafi hún ekki upplifað mikinn áhuga hjá lögreglu um að taka málið föstum tökum. „Þegar ég ákvað loksins að kæra mörgum árum eftir að nauðgunin átti sér stað, kom ég alls staðar að lokuðum dyrum og þá sérstaklega hjá lögreglu og réttargæslumönnum sem neituðu að taka málið að sér vegna þess hver hann var,“ segir konan, sem í dag er um fertugt, í bréfi til þattastjórnandans.

Í bréfinu þakkar hún fjölmiðlamanninum fyrir að hafa aðstoðað sig við að ákveða að stíga fram á sínum tíma en þá var Jóhannes Kr. ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompás á Stöð 2.

Frægir fái enga sérmeðferð í dag

„Þó málið hafi verið „fyrnt“ samkvæmt lögum – sem er fáránlegt því svona fyrnist aldrei í hausnum á þolanda – þá var það mikill sigur fyrir mig að stíga þetta skref og ég er mjög glöð að hafa gert það vegna þess að þetta var það eina sem ég átti eftir að reyna til að geta haldið áfram með lífið og vera til staðar fyrir litla strákinn minn. Mesti sigurinn var sá að honum var sýndur úrskurður og það var stór sigur í sjálfu sér en samkvæmt úrskurðinum hefði þetta verið 6 ára dómur ef brotið hefði ekki verið fyrnt,“ segir konan ennfremur í bréfinu.

Kemur meðal annars fram í bréfinu að konan hafi fengið eftirfarandi skilaboð frá lögreglumanni: „Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara uppá móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“.

En tímarnir eru breyttir í dag og í viðtali Jóhannesar Kr. við Ævar Pálma Pálmason, yfirmann kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fullyrðir lögreglumaðurinn að þjóðþekktir einstaklingar fái enga sérmeðferð hjá lögreglu í dag.

Hins vegar segir hann að lögreglumenn hjá kynferðisbrotadeildinni upplifi oft mikla pressu í starfi sínu, til að mynda í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál sem eru í rannsókn sem og mögulega frá hagsmunasamtökum sem hinn þjóðþekkti tengist.

Hægt er að hlusta á þáttinn Á vettvangi í heild sinni á Spotify og helstu hlaðvarpsveitum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum