fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Fann hundinn sinn eftir níu ára aðskilnað – „Þegar ég sagði nafnið hans hallaði hann höfðinu og starði á mig“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. ágúst 2024 17:20

Judith trúði varla sínum eigin augum. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundur sem hafði verið týndur í níu ár komst óvænt í leitirnar í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Eigandinn var feginn að finna hundinn, sem var þó mjög illa farinn og hræddur við allt.

Hin 37 ára Judith Monarrez, íbúi í Las Vegas, brotnaði saman á eldhúsgólfinu og grét af gleði þegar hún fékk tölvupóst miðvikudaginn 17. júlí síðastliðinn. Chihuahua hundurinn hennar, Gizmo, var fundinn á lífi. Hundur sem hafði týnst fyrir níu árum síðan, árið 2015. AP fréttastofan greinir frá þessu.

Judith var 28 ára og bjó hjá foreldrum sínum þegar Gizmo hvarf. Hann var þá aðeins tveggja ára gamall og komst út um bilað hlið í bakgarðinum. Eftir það sást hvorki tangur né tetur af Gizmo.

Síðan þá hefur margt breyst í lílfi Judith. Hún kláraði háskólanám og flutti frá foreldrum sínum í eigið heimili. Hún starfar nú sem háskólakennari í ensku. Öll þessi ár hætti hún samt aldrei að leita að smáhundinum sínum Gizmo.

Örmerkingin lykilatriði

Judith fékk tölvupóstinn örlagaríka frá dýraspítala í borginni. Kona hafði fundið hundinn, sem var orðinn ellefu ára gamall, mjög illa farinn og komið honum til aðstoðar. Á dýraspítalanum fann dýralæknir örmerkinguna og þar með eigandann.

„Ég er svo ánægð með að hafa skráð hann og látið setja örmerkingu í hann,“ sagði Judith við AP en slíkt hefur ekki verið skylda í Las Vegas fyrr en með nýjum lögum sem tóku gildi í ár. Eftir örfáa klukkutíma var Judith komin til að ná í Gizmo. „Þetta er kraftaverk,“ sagði hún.

Gizmo hefur mátt þola ýmislegt á verganginum. Mynd/Youtube

Þrátt fyrir alla gleðina þá fylgdu alls konar tilfinningar því að fá Gizmo til baka og þær komu allar fram á fyrstu vikunni sem hann var heima.

Hræddur við allt

Gizmo var breyttur hundur. Hann var orðinn hræddur við allt. Hræddur við skugga, fugla og orðinn mjög lofthræddur. Hann var orðinn haltur á einum fæti, nokkrar tennur vantaði í hann og hann var með alvarlega augnsýkingu á báðum augum.

„Jafn vel þó að hann hafi litið öðruvísi út en þegar ég sá hann síðast vissi ég strax að þetta væri Gizmo þegar ég leit í augun á honum,“ sagði Judith. „Þegar ég sagði nafnið hans hallaði hann höfðinu og starði á mig.“

Næstu dagar og vikur munu nú fara í að hlúa að Gizmo og gefa honum bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að hann hafi verið á vergangi allan þennan  tíma og þurft að berjast fyrir lífi sínu í hinni villtu partíborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Í gær

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður næsti páfi Svíi?

Verður næsti páfi Svíi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“