fbpx
Mánudagur 05.ágúst 2024
Fréttir

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 21:00

Anthony Ammirati sló í gegn á ÓL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draumar franska afreksmannsins Anthony Ammirati um að slá í gegn í stangastökkkeppni Ólympíuleikanna urðu að veruleika en þó ekki með þeim hætti sem sá franski eflaust vonaðist eftir.  Hinn 21 árs gamli Ammirati, sem varð heimsmeistari ungmenna árið 2022,, var fjarri sínu besta í sjálfri keppninni og komst ekki í úrslit keppninnar eftir að hafa fellt 5,70 metra þrisvar sinnum. Best á hann 5,81 metra og því er um talsverð vonbrigði að ræða fyrir unga íþróttamanninn í ljósi þess að hæðin 5,75 hefði dugað í úrslitin.

Önnur tilraun Ammirati til að komast yfir 5,70 metranna hefur þó slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Þar sést hvernig Ammirati flýgur yfir hæðina en á niðurleiðinni má greinilega sjá að það er getnaðarlimur hans sem fellir stöngina.

Myndskeiðið af atvikinu hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og orðið fréttaefni í helstu fjölmiðlum heims. „Ef maður ætlar að slá í gegn á Ólympiuleikum þá er þetta ein leið til þess,“ sagði einn netverji og annar húmoristi bætti við: „Hann mætti með franskt baguette-brauð til leiks.“

Íþróttamaðurinn ungi var einum getnaðarlim frá því að komast yfir stöngina

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Paradísareyjan sem aðeins 400 ferðamenn mega dvelja á hverju sinni

Paradísareyjan sem aðeins 400 ferðamenn mega dvelja á hverju sinni
Fréttir
Í gær

Verðlaunahafar á ólympíuleikunum fá mismikið fyrir medalíurnar – Þessar þjóðir borga mest

Verðlaunahafar á ólympíuleikunum fá mismikið fyrir medalíurnar – Þessar þjóðir borga mest
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Andstæðingar transfólks hafi nýtt sér tækifærið þó Khelif sé ekki transkona – „Óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

Andstæðingar transfólks hafi nýtt sér tækifærið þó Khelif sé ekki transkona – „Óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

United að takast að selja Wan-Bissaka – Hann er búin að semja við annað lið

United að takast að selja Wan-Bissaka – Hann er búin að semja við annað lið