fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Eiginmaður Kamala Harris á sér sögu um framhjáhald

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 10:30

Douglas Emhoff. Í bakgrunni má sjá eiginkonu hans, Kamala Harris varaforseta Bandaríkjanna. Mynd/Anna Moneymaker/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í nóvember á eiginmann sem heitir Douglas Emhoff. Hann hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá fyrri eiginkonu sinni og þar að auki barnaði hann hjákonuna. Bandarískir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um málið.

Emhoff var giftur konu að nafni Kerstin Mackin í 16 ár, þar til þau skildu en heimildum ber ekki saman um hvort það var 2008 eða 2009. Þau eignuðust tvö börn. Emhoff og Harris giftust síðan árið 2014 og eiga engin börn saman en varaforsetinn er sögð mjög náin börnum eiginmanns síns. Framhjáhaldið er sagt hafa átt sér stað áður en Emhoff og Harris kynntust

Það var raunar breski fjölmiðilinn Daily Mail  sem greindi fyrst frá málinu og þar kemur fram að konan sem Emhoff hélt framhjá með heiti Najen Naylor og hafi starfað bæði sem barnfóstra fyrir Emhoff og Mackin ásamt því að starfa sem kennari í skóla sem börn þeirra tvö gengu í. Eftir að samband hennar og Emhoff kom í ljós hafi hún hins vegar yfirgefið skólann gegn greiðslu frá honum.

CBS segir hins vegar í sinni umfjöllun að Naylor hafi eingöngu verið kennari í skólanum en aldrei verið barnfóstra fyrir Emhoff og fyrri eiginkonu hans.

Eins og áður segir varð Naylor ólétt eftir samband sitt við Emhoff. Flestir fjölmiðlar segja barnið hafa komið undir árið 2009. CBS og fleiri fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að Naylor hafi misst fóstrið en Daily Mail segir að Naylor hafi um það leyti sem barnið hafi átt að fæðast birt mynd af sér og ungabarni á Facebook síðu sinni, stúlku sem hún hafi nafngreint sem Brook. Blaðamenn Daily Mail fundu hins vegar engin opinber gögn um að barn með þessu nafni og eftirnafni Naylor eða Emhoff hafi fæðst 2009.

Hafi verið skilin að borði og sæng

Í umfjöllun CBS kemur fram að Emhoff og Mackin hafi verið skilin að borði og sæng þegar hann átti í sambandi við Naylor en lögskilnaður hafi ekki enn farið fram og þau því enn gift.

Emhoff segir að samband hans við Mackin hafi verið erfitt á þessum tíma vegna gjörða hans en hann hafi axlað ábyrgð. Þau hafi unnið úr málunum sem fjölskylda og eftir því sem tíminn hafi liðið hafi fjölskylduböndin styrkst.

Þar á Emhoff væntanlega við samband þeirra sem fyrrverandi hjóna og foreldra barnanna auk sambandsins við börnin en sonur þeirra Cole er í dag 29 ára og dóttirin Ella 24 ára. Samband barnanna og Mackin við Harris er einnig sagt mjög gott en til að mynda var sú fyrrnefnda viðstödd þegar sú síðarnefnda og Joe Biden forseti tóku formlega við embættum sínum í janúar 2021.

Mackin hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir Mackin meðal annars að hún og Emhoff hafi skilið af ýmsum ástæðum. Hann sé góður faðir og þau séu góðir vinir. Hún segist ánægð með hvernig til hafi tekist að blanda Harris inn í fjölskylduna eftir að hún kom til sögunnar.

Óljóst er enn hvaða áhrif málið mun hafa á kosningabaráttu Harris gegn Donald Trump. Varaforsetinn hefur ekki tjáð sig um málið en hún er sögð hafa vitað um framhjáhald Emhoff áður en þau giftust. Harris mun einnig hafa upplýst teymi Joe Biden um málið áður en hún var valin sem varaforsetaefni hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni