fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Sigurjón rifjar upp þegar Guðni kom honum á óvart – „Guðni, þessi ágæta kona er frá Úkraínu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. ágúst 2024 14:30

Sigurjón rifjar upp fallega sögu frá árinu 2022 þegar Guðni kom í viðtal til hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson rifjar upp sögu af Guðna Th. Jóhannessyni fyrrverandi forseta Íslands í færslu á samfélagsmiðlum. Sögu sem sýnir óvænta kunnáttu hans.

Sigurjón rifjar upp eitt skipti þegar Guðni kom í sjónvarpsviðtal til Sigurjóns á stöðina Hringbraut, en þar var Sigurjón lausamaður á meðan hún lifði. Þetta var snemma á árinu 2022, eftir að Rússar höfðu ráðist inn í Úkraínu.

„Katrina var förðunarmeistari Hringbrautar. Þegar forsetinn mætti vísaði ég honum veginn til Katrinu og sagði: „Guðni, þessi ágæta kona er frá Úkraínu.“ Guðni þótti það nokkuð merkilegt,“ segir Sigurjón. „Ég heyrði þegar Guðni bað fyrir bestu kveðjur til ættingja Katrinu í Úkraínu.“

Sjá einnig:

Myndband: Sjáðu Guðna forseta tala rússnesku

Sigurjón nefnir að móðurmál Katrinu sé rússneska.

„Þegar upptakan var búinn og Guðni farinn til annara starfa spurði ég Katrinu hvort þau hafi ekki spjallað vel saman,“ segir Sigurjón. „Jú, heldur betur, sagði hún. Við töluðum saman á rússnesku. Og var Guðni ágætur í rússnesku? Já, sagði hún og þótti gaman að hitta Guðna forseta og gekk næst til að senda sínu fólki í Úkraínu kveðjur frá forseta Íslands.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“