fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Andstæðingar transfólks hafi nýtt sér tækifærið þó Khelif sé ekki transkona – „Óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. ágúst 2024 09:24

Mikið hefur verið rætt um málið á samfélagsmiðlum. Mynd/Getty/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnefaleikakeppnin á milli Imane Khelif og Angelu Carini hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Virðast margir andstæðingar transfólks hafa notað tækifærið til að lýsa vanþóknun sinni án þess að kanna málið til hlýtar.

„Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV.

Carini gafst upp eftir að Khelif hafði reitt henni eitt högg. Sagðist hún ekki geta haldið áfram. Hafa ýmsir yfirlýstir hatursmenn transfólks stokkið á vagninn, þar á meðal rithöfundurinn J.K. Rowling og gagnrýnt skipuleggjendur ólympíuleikana. Kherlif er hins vegar ekki transkona, heldur er fædd stúlka með ódæmigerðan fjölda af xy litningum.

„Imane Khelif er kona. Hún hefur barist við aðrar konur alla tíð og hefur tapað fyrir fullt af konum. Hún tók þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 og komst ekki einu sinni á pall,“ segir Atli Fannar. „Fyrri andstæðingar og þau sem vita eitthvað um box segja að hún sé góður boxari en ekkert sérstaklega höggþung. Hún ku hins vegar vera á intersex rófinu (með svokallað DSD; disorder of sex development). Sé ekki hvernig það hefur veitt henni einhvers konar forskot, m.v. brokkgengan ferilinn.“

Carini eigi talsverða sök

Undir þetta tekur meðal annars Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.

„Það er algerlega ömurlegt að lesa sum kommentin. Fólk nennir ekki að lesa sér til heldur ryðst fram með sleggjudómana og fullyrðingar sem eru auðhraktar. Heldur svo áfram þrátt fyrir leiðréttingar,“ segir Sigmar.

Nefnir Sigmar að faðir Khelif hafi ekki vilja að hún færi í hnefaleika, það væri ekki kvennaíþrótt.

„Sumt sem sagt er um hana er bara pjúra mannvonska og ekkert annað. Andstæðingur hennar í hringnum síðast á talsverða sök á þessu fári miðað við lýsingarnar,“ segir Sigmar.

Upplaup sem snúist ekki um íþróttir

Annar sem lætur í sér heyra er Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarmaður í Samtökunum 78.

Á samfélsgsmiðlum vísar hann í grein þar sem fjallað er um málið og hina „ímynduðu transkonu J.K. Rowling.“

„Það skynsamlegasta sem ég las á internetinu í dag um hnefaleika kvenna á Ólympíuleikunum. Þetta upphlaup snýst nefnilega ekki um íþróttirnar. Mæli með að fb vinir mínir sem lásu fyrirsagnir í dag og hoppuðu á vagninn renni í gegn um þetta,“ segir Jóhannes.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Í gær

Banaslys er maður féll í Tungufljót

Banaslys er maður féll í Tungufljót