fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ferðamaður segir frá undarlegu vandamáli á íslenskum tjaldstæðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 13:43

Tjaldstæðið í Þrastaskógi. Myndin varðar efni fréttarinnar ekki beint. Mynd/wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í færslu sem sett var inn í gær á samfélagsmiðilinn Reddit segir einstaklingur, sem segist vera á ferðalagi á Íslandi, frá nokkuð kynlegu vandamáli sem viðkomandi segir að hann hafi upplifað á tveimur mismunandi tjaldstæðum hér á landi. Vandinn sé sá að ekki sé nokkur leið að finna út hvar og hvernig eigi að greiða fyrir dvölina á tjaldstæðunum.

Ferðalangurinn segir að um sé að ræða tjaldstæðin í Ólafsvík og á Þingeyri en á báðum stöðum hafi hann ekki séð nokkra manneskju sem taki við greiðslu og tjaldstæðin sé ekki að finna á appinu Parka þar sem hægt er að greiða fyrir notkun á bílastæðum og tjaldstæðum.

Ferðamaðurinn segir í færslunni að hann hafi spurt fjölda manns um hvar og hvernig hann greiði fyrir notkun á tjaldstæðunum og hvort það sé eitthvað fólk á svæðinu sem taki við greiðslunni. Svarið hafi verið:

„Þau koma yfirleitt á morgnana og stundum á kvöldin. Borgaðu bara þegar þú sérð þau.“

Ferðamaðurinn segist hins vegar aldrei hafa séð „þau“ hvorki í Ólafsvík né á Þingeyri. Hann segist hafa áhyggjur af því að vera rukkaður um hærra gjald en ella fyrir að hafa ekki greitt fyrir vistina á tjaldstæðunum þrátt fyrir að hafa lagt sig allan fram við að vera heiðarlegur og borga. Auk þess að spyrjast fyrir hafi hann leitað að einhverjum sem taki við greiðslum í þjónustuhúsunum á tjaldstæðunum og víðar á báðum svæðum.

Þurfi ekki að borga ef enginn sé á svæðinu

Í færslunni óskar hann eftir ráðleggingum um til hvaða ráða sé best að grípa. Einn aðili sem svarar segir að ef hann hafi verið í meira en hálfan sólarhring á tjaldsstæðunum og enginn hafi komið til að rukka hann eigi hann bara að líta svo á að dvölin hafi verið ókeypis. Annar segist hafa lent í sviðuðum aðstæðum á íslensku tjaldstæði þegar hann hafi vaknað að morgni og farið í þjónustuhúsið til að fara í sturtu þá hafi enginn verið til staðar til að taka við greiðslu og heldur ekki þegar viðkomandi kom aftur í húsið eftir að hafa tekið föggur sínar saman. Viðkomandi hafi því einfaldlega farið án þess að borga.

Ferðamanninum er í svörum við færslu hans einnig bent á að yfirleitt sé til staðar símanúmer sem hægt sé að hringja í til að spyrjast fyrir um greiðslur. Við stutta leit á upplýsingasíðum fyrir ferðamenn finnast ekki upplýsingar þar sem tekið er beinlínis fram hvernig skuli greiða fyrir dvöl á tjaldstæðunum á Þingeyri og í Ólafsvík en skýrt er tekið fram að vistin sé ekki ókeypis og gefin eru upp símanúmer og netföng sem hægt er að hafa samband við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt