fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Varaði við innbrotsþjófum í hverfinu – „Það er verið að skjóta sendiboðann í þessu máli“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 09:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem brotist var inn hjá og varaði í kjölfarið við innbrotsþjófum í hverfinu í íbúahópi hverfisins á Facebook segist skotinn sem sendiboðinn í málinu eftir að hann fékk yfir sig athugasemdir um að hann væri að kenna röngum aðilum um. 

Í fyrri færslu sinni sagði maðurinn að brotist hefði verið inn í kjallaraíbúð hans, frystir þar tæmdur af matvöru og hann tilkynnt málið til lögreglunnar. Varaði hann íbúa í hverfinu og sagðist hafa orðið var við fyrir nokkrum mánuðum  „einhverja menn sem mér sýndist vera hælisleitendur frá austur Evrópu eða mið austurlöndum skoða hús í nágrenni og örugglega mitt hús einnig, ég geri ráð fyrir að þeir hafi verið að kortleggja möguleika á að brjótast inn í hús í þessu hverfi.“ Tók maðurinn fram að glugginn hjá honum væri mjór þannig að það hafi verið barn eða unglingur sem fór inn. Tók hann einnig fram að hann sé ekki rasisti þar sem hann hafi búið erlendis í tæp 20 ár.

Í athugasemdum er manninum ýmist þakkað fyrir að vara aðra íbúa við mögulegum innbrotsfaraldri eða gerðar athugasemdir við að hann tiltaki þjóðerni mannanna.

Nokkrum dögum seinna birti íbúinn aðra færslu þar sem hann segist hafa orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með ummæli nokkurra aðila í hópnum eftir að hann varaði við mögulegum innbrotum. „Ég fékk yfir mig athugasemdir um að ég væri að kenna röngum aðilium um þessi innbrot,“ segir maður og segi hafa byggt þá athugasemd sína á þremur atriðum.

„Ég hafði orðið var við aðila, sem var ekki íslendingur, að ganga um nágrennið og skoða inn í garða, einnig hafði komið að húsi mínu aðili frá WOLT sem er heimsendingarþjónusta með verktaka frá ýmsum löndum, þessi aðili bankaði hjá mér og þegar ég kom til dyra þá var hann kominn niður að kjallaraíbúð, þar sem brotist var inn, en þegar ég kallaði þá kom hann og spurði hvort ég væri „einhver“ ég sagði nei og númer hvað húsið væri sem þessi aðili býr, ég fór niður á gangstétt og þá sagði hann mér húsnúmerið, sem var 10 húsum frá mínu húsi, ég benti honum á númerið á mínu húsi og spurði hvort hann gæti ekki lesið og hvaðan hann væri, ég er frá palestínu svaraði hann, í þriðja lagi sagði lögreglan mér þegar ég tilkynnti um innbrot að þeir hefðu grunaðan hóp af innflytjendum / hælisleitendum sem herjuðu á Laugardal og nágrenni.“

Nefndi íbúinn að lokum að fólk mætti hafa hvaða skoðun sem er á þessu hjá honum en upplýsingar frá lögreglu hljóta að skipta máli, „ég var að vara ykkur vinsamlega við innbrotum en það er verið að skjóta sendiboðann í þessu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt