fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Útköllum vegna veggjalúsar fjölgar verulega hér á landi: „Þetta er bara puttalingur frá helvíti“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 08:21

Konan var að reyna að drepa veggjalýs í íbúð sinni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útköllum vegna veggjalúsar hefur fjölgað mjög hér á landi að undanförnu. Þetta segir Kristján Utley, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Kristján segir að ástæðan fyrir þessari fjölgun sé meira flakk fólks á milli landa.

„Það er búið að vera fáránlega mikið af henni. Síðustu ár höfum við fengið kannski tvö útköll á ári og núna eru þetta 2-3 í viku og fer bara fjölgandi. Þetta er bara puttalingur frá helvíti,“ segir Kristján við Morgunblaðið.

Þá segir hann að silfurskottum hafi einnig fjölgað og þær séu að verða jafn algengar hér á landi og húsflugur.

Í fréttinni er einnig rætt um önnur skordýr, til dæmis geitunga og lúsmýið sem gert hefur Íslendingum lífið leitt síðustu ár. Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að kalt vor hafi seinkað komu lúsmýsins en nú sé það komið í flesta landshluta. Þá hafi vorkuldinn dregið verulega úr þroska geitunga og tekur Kristján undir það.

„Venju­lega á þess­um tíma hef­ur maður verið að taka bú á stærð við körfu­bolta en nú eru þau í hand­bolta­stærð. Svo þeir eru að koma sér seint af stað eins og í fyrra,“ seg­ir Kristján við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt