fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Þórður Snær hættir sem ritstjóri Heimildarinnar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 16:50

Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson hættir sem ritstjóri Heimildarinnar. Þetta tilkynnir hann á samfélagsmiðlum síðdegis í dag.

„Það eru komin rúmlega ellefu ár síðan að ég tók þátt í að stofna Kjarnann með ótrúlegum hópi fólks og ég hef í nokkurn tíma verið einn eftir úr honum. Kjarninn sameinaðist svo Stundinni og varð að Heimildinni í lok árs 2022. Allan þennan tíma hef ég sinnt starfi ritstjóra. Og raunar flestum öðrum störfum sem þurft hefur að ganga í líka,“ segir Þórður í færslunni. „Þetta er starf sem gefur mikið, en tekur auðvitað mikið líka.“

Þórður segir að nú sé kominn tími til að skipta um takt. Enginn sé ómissandi og maður komi í manns stað. Heimildin sé á góðu róli og hafi farið í gegnum tímabili breytinga.

„Fyrir nokkru tilkynnti ég stjórn Sameinaða útgáfufélagsins að ég hefði hug á að láta af störfum sem ritstjóri Heimildarinnar og sú niðurstaða formgerðist í dag. Nú tekur við yfirlega um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir Þórður. „Það er auðvitað skrýtið að kveðja eitthvað sem maður hefur tekið svona mikinn þátt í að skapa og lagt svona mikið í. Og það örlar eðlilega á blendnum tilfinningum. Ég er hins vegar sannfærður um að þetta sé rétt skref á þessum tímapunkti og finn fyrst og síðast fyrir ofsalegu þakklæti og stolti yfir að hafa fengið tækifæri til að fara í þessa brjáluðu vegferð sem stofnun á litlum og gagnrýnum aðhaldsfjölmiðli, í afar skökku samkeppnisumhverfi innan örsamfélags, er.“

Þakkar hann samferðafólki sínu, samstarfsmönnum, hluthöfum og öðrum sem tekið hafa þátt í starfinu með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar