fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Fréttir

Myndir frá eyðileggingunni í Rimaskóla í nótt – Skólastjóri biður foreldra um að vera á varðbergi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil skemmdarverk voru unnin á húsnæði Rimaskóla í nótt, fjölmargar rúður voru brotnar og smíðastofa skólans lögð í rúst. Skólastjóri Rimaskóla, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, segir erfitt að meta umfang tjónsins í augnablikinu. Hún er jafnframt með mikilvæg skilaboð til foreldra í hverfinu.

„Ég fór á svæðið í nótt. Smíðastofan er bara í rúst. Það er nýlega búið að skipta um allar rúður í skólanum, það var gert í vetur og vor, þannig að þetta er bara mjög dapurt,“ segir Þóranna en hún er ekki með tölu á rúðubrotunum í augnablikinu.

„Nei, ég var bara þarna í nótt og er ekki búin að átta mig á umfanginu. Það kom hingað maður klukkan sex í morgun og hann var bara að kára núna að setja plötur í glugga. Þetta var mikið umfang og mikil vinna að hreinsa öll glerbrotin. Við fáum hingað leikskólabörn strax eftir verslunarmannahelgi, það eru tilvonandi fyrstu bekkingar, og svo er það sumarfríssstundin, þannig að við þurfum að tryggja öryggi barnanna hér.“

Þóranna var í sambandi við lögreglu í nótt vegna málsins. „Ég talaði við þá í nótt og þeir eltu aðila sem hurfu í móana og náðu þeim ekki, en þetta eru ungmenni sem voru þarna að verki.“ Þóranna veit ekki hvort um er að ræða nemendur við skólann. Smíðastofan var sérstakt skotmark skemmdarvarganna eftir að þeir höfðu rutt sér leið inn í húsið. „Ég veit ekki hvort þau voru að ná sér í vopn þarna í líki verkfæra úr smíðastofunni. Þetta er viðkvæmur staður út af því. Smíðakennarinn er erlendis og kemst ekki á vettvang til að skoða hvað vantar, þannig að við sjáum það ekki fyrr en eftir helgi.“

Aðspurð segir Þóranna að Rimaskóli hafi áður orðið fyrir innbrotum, en það séu mál sem hafi verið leyst úr. Skemmdarverkin í nótt eru eðlilega mikið áfall sem bregðast þurfi við.

„Ef það eru foreldrar í hverfinu sem átta sig á því að börnin þeirra voru ekki heima klukkan þrjú í nótt í rúminu sínu og ef þau eru mögulega með blátt, rautt eða appelsínugult sprey á fótum, höndum eða skóm eða eitthvað, að vera þá svolítið vakandi fyrir því, til að hjálpa okkur. Ef svo er þá eru þetta börn í vanda. Fólk leyfir börnunum sínum oft að gista og fylgist ekki með. Það er hætta yfir unga fólkinu okkar núna, það er ekki nægt utanumhald um þau,“ segir Þóranna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa undarlegri tilfinningu eftir að hafa heimsótt Ísland 

Ferðamenn lýsa undarlegri tilfinningu eftir að hafa heimsótt Ísland 
Fréttir
Í gær

Myndband: Þjófur handtekinn með peningakassa eftir innbrot í verslun í Kópavogi

Myndband: Þjófur handtekinn með peningakassa eftir innbrot í verslun í Kópavogi