fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 13:30

Watson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. ágúst. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalfriðunarsinninn kanadíski Paul Watson, sem handtekinn var í Grænlandi á dögunum, segist ekki sjá eftir neinu. Franskir þingmenn og Evrópuþingmenn hafa þrýst á forsætisráðherra Danmerkur að fallast ekki á framsal hans til Japan, sem fór fram á handtökuskipunina.

Watson var handtekinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar þann 21. júlí síðastliðinn. Japanir saka hann um að hafa farið um borð í hvalveiðiskipið Shonan Maru 2 í Suður Kyrrahafi í febrúar árið 2010 og ráðist á skipverja. Það eftir að bátur Watsons hafi eyðilagst í árekstri við hvalveiðiskipið.

Í gæsluvarðhaldi

Samkvæmt japönskum hegningarlögum gæti Watson átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm og sekt upp á 500 þúsund jen, eða 450 þúsund krónur, verði hann fundinn sekur.

Hinn 73 ára Watson var handtekinn á leið sinni frá Írlandi til Norður Kyrrahafs þar sem hann ætlaði að mæta hinu glænýja japanska hvalveiðiskipi Kangei maru. Streittist hann ekki á móti handtöku. Watson hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Grænlandi og verði hann ekki framseldur má búast við því að honum verði sleppt þann 15. ágúst næstkomandi.

Macron og þingmenn beita sér

Mikill þrýstingur er á Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, að fallast ekki á framsalsbeiðni Japana á Paul Watson en Danir sjá um utanríkismál Grænlendinga. Meðal annars hefur Emmanuel Macron Frakklandsforseti beitt sér í málinu og beðið Fredriksen að fallast ekki á framsalið. En Watson hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarin ár.

Macron Frakklandsforseti hefur þrýst á Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur að framselja ekki Watson. Mynd/Getty

Þá hafa 68 franskir þingmenn og þingmenn á Evrópuþinginu sent Fredriksen bréf til að þrýsta á um lausn Watson. Þá eru tveir undirskriftalistar komnir af stað til stuðnings þess að Watson verði sleppt. 670 þúsund manns hafa skrifað undir annan þeirra.

Veit að hann myndi ekki snúa aftur frá Japan

„Ég er að fara úr fangelsinu. Paul er kátur,“ sagði Lamaya Essemlali, samstarfskona hans, eftir að hafa heimsótt hann í fangelsið í Nuuk á mánudag. „Hann var djúpt snortinn vegna alls stuðningsins sem hann hefur fengið að utan um lausn hans. Sérstaklega vegna undirskriftasöfnunarinnar og stuðnings Emmanuel Macron. Hann veit að ef hann verður framseldur til Japan mun hann aldrei snúa til baka, en hann er ekki hræddur. Hann sér ekki eftir neinu.“

Sagði Lamaya að hún myndi heimsækja hann á hverjum degi í fangelsið. Hún þakkaði fyrir stuðninginn. Paul væri ekki einn í klefanum, með honum væru þúsundir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar