fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Myndband: Þjófur handtekinn með peningakassa eftir innbrot í verslun í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 10:25

King Kong. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í verslunina King Kong í Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöld. Þjófurinn braut rúðu í útidyrahurðinni, ruddist inn í verslunina, sópaði vörum af afgreiðsluborðinu og hafði peningakassa verslunarinnar á brott með sér.

„Hann grýtti peningakassanum út um gluggann og þannig náði hann að opna hann,“ segir Jón Þór Ágústsson, eigandi verslunarinnar. Verslunin er opin til 22 á kvöldin og Jón var hissa þegar öryggiskerfið fór í gang vel fyrir miðnætti. „Ég var bara rólegheitunum heima þegar síminn byrjaði að djöflast. Ég hélt að starfsmaður hefði gleymt einhverju á staðnum og óvart sett kerfið í gang, af því það var enn svo snemmt. Ég kíkti á kerfið og akkúrat þá sá ég hann koma inn,“ segir Jón Þór í samtali við DV. Hann dreif sig á vettvang en málið leystist fljótt.

„Ég bý lengst uppi í Mosó og dreif mig á staðinn, keyrði dálítið óvarlega. Þegar ég kom á staðinn var lögreglan komin á undan mér og búin að handataka hann, þeir voru mjög snöggir.“ Þjófurinn náðist í grenndinni og var með peningakassann á sér. Einhverjir tugir þúsunda í reiðufé voru í kassanum.

King Kong í Auðbrekku er önnur af tveimur verslunum sem Jón Þór rekur undir þessu nafni, en hin er á Höfðabakka. Verslanirnar sérhæfa sig í nikótínvörum og óvenjulega miklu úrvali af sælgæti og snakki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem brotist er inn hjá Jóni Þór því brotist var inn í verslunina á Höfðabakka á Þorláksmessu.

„Það er greinilega mikið um innbrot í þessum sjoppubransa, brotist inn korter eftir opnun,“ segir Jón Þór, hress í bragði þrátt fyrir allt, en hann hóf verslunarrekstur á síðasta ári. Verslunina í Auðbrekku opnaði hann í síðasta mánuði.

Myndband úr öryggismyndavél Jóns er hér fyrir neðan.

 

play-sharp-fill

King Kong innbrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti
Hide picture