fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Bálreið yfir Brákarborgarfúskinu sem mun kosta skattgreiðendur stórfé – Varað við torfþaki og olli pólitískur þrýstingur klúðrinu?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 17:30

Brákarborg Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að mikil óánægja kraumar innan borgarstjórnar Reykjavíkur og víðar með tímabunda lokun leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi. Kaup borgarinnar á húsnæðinu, sem meðal annars hýsti kynlífstækjaverslunina Adam og Evu, vakti mikið umtal árið 2021 og ekki síst áætlanir um umbreytingu húsnæðisins í leikskóla. Ljóst var að verðmiðinn var ógnarhár, um 1,6 milljarðar króna í heildina, og töluðu borgarfulltrúar á þeim tíma, meðal annars Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um að nýtt Braggamál væri á ferðinni.

Þau tíðindi, nú tveimur árum eftir opnun skólans, að loka þurfi byggingunni vegna þess að burðarvirki þess þolir ekki þunga torfþaksins sem þar var komið fyrir gerir lítið til að slá á þær raddir.

Sjá einnig: Segja enn eitt fjármálaklúðrið sé í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg – Breyta kynlífshjálpartækjabúð í leikskóla fyrir 1,6 milljarð

Olli pólitískur þrýstingur klúðrinu?

Ljóst er að mikill kostnaður mun hljótast af því fyrir Reykjavíkurborg að lagfæra þakið og skemmdirnar sem og að útbúa bráðabirgðahúsnæði undir starfsemina í Ármúla næstu mánuðina.

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í aðsendri grein á Vísi í gær að komast þurfti til botns í málinu og hvar ábyrgðin á klúðrinu lægi. Rifjaði hann meðal annars upp að mikill pólitískur þrýstingur á að klára höfuðstöðvar Orkuveitunnar á sínum tíma varð til þess að fúsk var látið viðgangast sem hafði skelfilegar afleiðingar fyrir skattgreiðendur.

„Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins,“ spyr Helgi Áss.

Helgi Áss Grétarsson

Vöruðu við torfþaki

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks Fólksins, er á sömu línu og Helgi í aðsendri grein í morgun. Segir hún málið grafalvarlegt og það verði að rannsaka í þaula. Segir hún að Flokkur Fólksins hafi lagt fram bókun þar sem lýst var yfir efasemdum varðandi fyrirhugað torfþak á Brákarborg en talað hafi verið fyrir daufum eyrum.

Benti hún á að torfþök fyrri alda hérlendis voru byggð í halla en ekki á flötum þökum. „Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða?,“ spyr Kolbrún kaldhæðin.

Kolbrún Baldursdóttir

Þá segir Kolbrún og Helgi Áss málið sérstaklega vandræðalegt í ljósi þess að húsnæðið fékk umhverfisverðlaun Grænu skóflunnar haustið 2022 fyrir bygginguna. Þau verðlaun voru umdeild í ljósi þess að starfsemi var ekki hafin í leikskólanum en Helgi Áss rifjar upp sigrihróstandi Twitter-færslu Dags B. Eggertssonar, þáverandi borgarstjóra.

„Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!“,“ skrifaði Dagur B. á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi