My Ky Le, víetnamskur maður, sem lögregla lýsti eftir á laugardagskvöld, er ófundinn. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á Lögreglustöð 2, í samtali við DV. Sævar segir ekkert að frétta að í málinu.
Ekkert er vitað um ferðir hins eftirlýsta síðan um hádegi á föstudag. Hann er 52 ára gamall, tæplega 170 sm á hæð og vegru 70-75 kg. My Ky Le er svarthærður, með brún augu og húðflúr á vinstri handlegg. Ekki er vitað um klæðnað hans en líklegast er hann með derhúfu.
Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni FK-U20 og sást til hennar nálægt Álftanesi á föstudag.
Leitað var að My Ly Le í Skerjafirði á laugardagskvöld (mbl.is greindi frá). Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir Skefjafjörð og þremur björgunarbátum var siglt um fjörðinn. Leitin bar ekki árangur.
Áform um frekari leit að My Ky Le liggja ekki fyrir, að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra.