fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Halla leysir frá skjóðunni varðandi bílakaupin 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 08:11

Halla Tómasdóttir. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, sem sett verður í embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næstkomandi, hefur opnað sig um viðskipti sín við Brimborg sem komust í fréttirnar fyrir helgi.

Mbl.is greindi frá því að Halla hefði látið myndað sig í auglýsingu fyrir bílaumboðið Brimborg þegar hún keypti sér Volvo-rafbíl á sérverði. Fékk hún afslátt af bílnum þar sem hún hefur lengi verið í viðskiptum við fyrirtækið.

Halla skrifar færslu um málið á Facebook í morgun þar sem hún fer yfir nokkrar staðreyndir málsins, hvað hún greiddi fyrir bílinn og hvað hún fékk mikinn afslátt.

„Við Björn greiddum kr. 7.280.000 fyrir Volvo XC30 bifreið. Við höfum verið á Toyota Yaris árgerð 2012 síðustu árin en þar á undan áttum við Volvo í 12 ár. Nýja bifreiðin er hugsuð til persónulegra nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Líkt og kemur fram á vefsíðu umboðsins er verð þessara rafbíla á bilinu 6-8 milljónir. Við keyptum minnstu týpuna. Við fengum kr. 549.127 afslátt frá listaverði vegna endurtekinna kaupa og staðgreiðslu, sem mér reiknast til að sé um 7.5% afsláttur frá ásettu verði.“

Halla segir að eins og komið hafi fram frá umboðinu sé það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og segir hún það vera í takt við þau kjör sem þau hafa fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, bæði hérlendis sem og erlendis.

„Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom.“

Hún segir svo frá því að Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, hafi verið á gestalista í Smiðju löngu áður en til bílakaupanna kom vegna kynna og stuðnings við framboðið.

„Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna.“

Halla segir að þau hjónin geri sér fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem þeim hefur hlotnast.

„Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“