fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Varaforsetaefnið ræðst með hörku gegn Jennifer Aniston – „Ógeðslegt“

Fókus
Sunnudaginn 28. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JD Vance, öldungardeildarþingmaður og varaforsetaefni Donald Trump, lét Hollywood-stjörnuna Jennifer Aniston heyra það þegar hann var gestur spjallþáttarins Megan Kelly Show um helgina.

Upphaf rifrildisins má rekja til umdeildra ummæla Vance þar sem hann hjólaði í barnlaust fólk eins og Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna. Sagði Vance að land­inu væri stjórnað af hópi barn­lausra katta­kvenna sem væru van­sæl­ar í eig­in lífi og vegna þeirra ákv­arðana sem þær hefðu tekið og vilji þeirra stæði til þess að gera allt landið van­sælt líka. Auk þess að skjóta á Harris minntist hann einnig á nokkrar helstu stjörnur Demókrata eins og  Pete Buttigieg og Al­ex­andriu Ocasio-Cortez.

Jennifer Aniston, sem hefur verið opin varðandi eigin áskoranir við barneignir. Hún hafi gert allt til að verða ólétt og undirgengist allar mögulegar meðferðir til þess, vísindalegar og ekki. Var henni því mjög misboðið yfir ummælum Vance.

„Ég trúi því varla að þetta komi frá hugsanlegum varaforseta Bandaríkjanna,“ skrifaði Aniston á Instagram-síðu sína. „Það eina sem ég get sagt er… Herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði svo heppin að eignast eigin börn einn daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að snúa sér að glasafrjóvgun sem valkosti. Vegna þess að þú ert að reyna að taka það frá henni líka,“ sagði leikkonan.

Vance, sem á þrjú börn með eiginkonu sinni, lét hins vegar ekki deigan síga og gerði mikið úr því að Aniston hefði dregið dóttur hans inn í málið.

„Þetta er ógeðslegt því dóttir mín er tveggja ára,“ sagði öldungardeildarþingmaðurinn. Þá þvertók hann fyrir það að standa í vegi fyrir tæknifrjóvgunum. „Eins og ég sagði í ræðunni minni þá myndi ég gera allt til að hjálpa því ég trúi því að fjölskyldur og barneignir séu af hinu góða,“ sagði Vance.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök