fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Veðurspáin fyrir versló er komin: Hvar verður besta veðrið?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurkortin eru farin að taka á sig einhverja mynd fyrir verslunarmannahelgina og hefur norska veðurstofan, Yr, birt spá sem á að gilda til næsta sunnudags.

Ljóst er að margir verða á faraldsfæti um aðra helgi og munu einhverjir eflaust elta veðurspánna. Samkvæmt spákortum norsku veðurstofunnar má búast við þokkalegu íslensku sumarveðri víðast hvar um verslunarmannahelgina. Sólin gæti meira að segja brotist fram hér og þar en á sama tíma má búast við einhverjum skúrum inn á milli.

Ef marka má spá yr.no verður dálítil væta í Reykjavík á föstudeginum en hægur vindur og hiti þegar best lætur um 13 stig. Framan af laugardeginum verður öllu sólríkara og hitinn um 15 stig. Þegar líða tekur á laugardaginn gæti þó þykknað upp og rignt lítillega um kvöldið. Og á sunnudag verður skýjað að mestu og gæti einhver úrkoma fallið um miðjan daginn.

Eins og áður um verslunarmannahelgi mun straumur fólks að mestu liggja til Vestmannaeyja og þar má gera ráð fyrir ágætisveðri að mestu.

Norska veðurstofan segir þó að fyrri part föstudags gæti rignt töluvert í Eyjum en síðan styttir upp þegar líður á daginn og gæti sólin látið sjá sig að kvöldi föstudags. Á laugardag verður svo skýjað eða hálfskýjað og hiti um 11 gráður og svipað verður uppi á teningnum á sunnudag. Meinlaust þjóðhátíðarveður og ættu engin tjöld að fjúka.

Eins og svo oft í sumar verða hitatölurnar fyrir austan og norðan öllu hærri en á suðurhelmingi landsins. Á Akureyri er gert ráð fyrir allt að 18 stiga hita næsta föstudag og sól yfir miðjan daginn. Á laugardag og sunnudag verður öllu þyngra yfir og gæti rignt seinni part sunnudags. Áfram verður þó milt í veðri á Akureyri á laugardag og sunnudag, eða 15-17 stig.

Á Egilsstöðum verður svipað veður og á Akureyri, bjart yfir á föstudag og laugardag en hugsanlega einhver lítils háttar væta á sunnudag. Hitinn þar verður 14 til 17 stig.

Fyrir þá sem ætla að skella sér á Vestfirði verður einnig þokkalegasta veður þar ef fer sem horfir. Á Ísafirði verður sól á föstudag og 14 stiga hiti en laugardag og sunnudag verður skýjað og hiti á bilinu 10 til 11 stig.

Athygli er vakin á því að um langtímaspá er að ræða sem gæti hæglega tekið breytingum þegar nær dregur næstu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn
Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Í gær

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Í gær

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn