fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að Rússar hafi verið á bak við skemmdarverkin sem unnin voru á franska járnbrautarlestarkerfinu í nótt. Eldar voru kveiktir á minnst þremur stjórnstöðvum vestur, norður og austur af París – aðeins nokkrum klukkustundum áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram.

Langar biðraðir hafa myndast á lestarstöðvum í París og nágrenni og hefur fólk verið hvatt til að leita annarra leiða til að komast ferða sinna. Búist er við því að samgöngukerfið verði ekki komið í lag fyrr en eftir helgi.

Daily Mail segir frá því að þær grunsemdir fari nú vaxandi að Rússar hafi haft puttana í skemmdarverkunum í nótt.

Segir miðillinn frá því að Kirill Gryaznov, fertugur Rússi, hafi verið handtekinn í Frakklandi á miðvikudag eftir að hann sagðist ætla að gera opnunarhátíð Ólympíuleikanna „eftirminnilega“ og skapa einhvers konar glundroða.

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Gryaznov, sem er kokkur og starfaði meðal annars í sjónvarpi, er grunaður um njósnir og er talinn hafa starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna, FSB. Sjálfur hefur Gryaznov neitað sök en í New York Post segir frá því að frönsk yfirvöld – sem og leyniþjónustur annarra Evrópuríkja – hafi fylgst með honum um nokkurra mánaða skeið vegna gruns um að hann væri að leggja á ráðin um eitthvað misjafnt á meðan á Ólympíuleikunum stendur.

Gryaznov hefur verið búsettur í Frakklandi í 14 ár en hann er sagður hafa talað fjálglega um tengsl sín við rússnesku leyniþjónustuna á vormánuðum og að eitthvað væri í bígerð fyrir Ólympíuleikana.

Í apríl síðastliðnum greindi samgönguráðherra Tékklands, Martin Kupka, frá því að Rússar hefðu margoft reynt að ráðast á samgönguinnviði í landinu. Gerðist þetta í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og harðra viðbragða annarra þjóða við innrásinni.

Frönsk stjórnvöld hafa verið ómyrk í máli vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagðist  Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í maí síðastliðnum ekki útiloka að franskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu til að berjast við Rússa. Vladimír Pútín Rússlandsforseti brást hart við þessum ummælum, en skömmu eftir þau tilkynntu Rússar að þeir ætluðu að hefja æfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn.

Frönsk yfirvöld segja að skemmdarverkin í nótt hafi verið samstillt og þaulskipulögð og augljóslega gerð með það í huga að skapa glundroða. Talið er að ferðalög um 800 þúsund lestarfarþega hafi raskast í morgun og er útlit fyrir að ferðalög enn fleiri muni raskast um helgina, eða þar til kerfið kemst í samt lag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti