fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 07:53

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, aðeins nokkrum klukkustundum áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna á að fara fram. SNCF, járnbrautarþjónustan í Frakklandi, segir augljóst að markmið skemmdarverkanna hafi verið að lama kerfið.

Í frétt BBC kemur fram að skemmdir hafi verið unnar á hraðlestarkerfinu vestur, norður og austur af París og hafa langar raðir myndast á Gare Montparnaesse-lestarstöðinni í París.

Búið er að aflýsa mörgum ferðum og er útlit fyrir að kerfið komist ekki í samt lag fyrr en um eða eftir helgi. Eldur var til dæmis borinn að stjórnstöðvum fyrir lestarkerfið.

Patrice Vergriete, samgönguráðherra Frakklands, fordæmdi skemmdarverkin á samfélagsmiðlum í morgun og sagði ljóst að tilgangurinn hafi aðeins verið einn, að lama lestarkerfið. Hrósaði hann starfsmönnum SNCF sem hann sagði leggja mikið á sig til að koma kerfinu aftur í lag.

Í frétt BBC kemur fram að enginn hafi lýst ábyrgð á skemmdarverkunum en erfitt sé að líta fram hjá tengingu við opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem er fram undan í dag. Bæði séu margir á leið til Parísar til að sjá opnunarhátíðina og þá séu margir íbúar Parísar á leið út úr borginni á leið í sumarfrí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Í gær

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“

Eru „lagoons“ að eyðileggja íslenskar heilsulindir? – „Konan mín sagði mér síðar að það sama hefði gerst í kvennaklefanum“
Fréttir
Í gær

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“

Bandarísk kona hrósar íslenska heilbrigðiskerfinu – „Við erum nýkomin en við elskum ykkur strax“