fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Jón Bjarni útskýrir hátt bjórverð á Íslandi – „Þetta er í rauninni afskaplega einfalt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV birti í gær frétt þess efnis að bjórinn á Reykjavík sé sá dýrasti í Evrópu og þriði dýrasti í heiminum. Byggt  er á greiningu á vefsíðunni Finder þar sem hálfpottur af bjór er sagður kosta að meðaltali 1.477 krónur.

Sjá einnig: Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti

DV  bar töluna undir veitingamanninn Jón Bjarna Steinsson, eiganda Dillon og Pablo Discobar. Jón Bjarni, sem er langreyndur í veitingabransanum, bendir á að raunverð á bjór hafi lækkað frá því um aldamótin:

„Þetta er í rauninni afskaplega einfalt. Ég var að vinna á bar í Aðalstræti sumarið 2000 þegar bjórinn hækkaði í 600 krónur. Ég man að fólk var brjálað að geta ekki lengur keypt sér stóran bjór fyrir einn rauðan – ef við setjum þessa tölu inni í verðlagsreiknivél Hagstofunnar þá er þetta niðurstaðan,“ segir Jón Bjarni og sendir skjámynd sem sýnir að 600 krónur árið 2000 jafngilda 1.899 krónum í dag, sem er töluvert langt yfir meðalverði á bjór á krám í Reykjavík.

„Þetta er bara almennt verðlag – það tekur ekki inn þá staðreynd að áfengisgjöld hafa hækkað nánast árlega síðan þá,“ segir Jón Bjarni og bendir líka á happy hour væðinguna: „Tekur heldur ekki með í reikninginn að stóran hluta dags er hægt að kaupa bjór á happy hour á flestum börum í miðbæ Reykjavíkur til klukkan að verða 19-20.“

Hann segir ennfremur: „Miðað við almennan kostnað , launaþróun og aðra þætti sem skipta hér máli þá er raunverð á bjór á bar í Reykjavík töluvert lægra en það var um aldamótin.“

„Það sem hefur breyst síðan þá er að almennt eru veitingamenn á Íslandi miklu betra rekstrarfólk en þá var,“ bætir hann við. Hann bendir á að bjórinn í dag sé lægra hlutfall af meðallaunum en var um aldamótin:

„Laun árið 1998, þegar bjórinn kostaði fimmhundruð kall, voru 95 til 145 þús kall. 500 krónu bjór er 0,35% af 145 þús krónum. Meðallaun í dag eru um 800-900 þús. en 1.500 krónu bjór nær ekki 0,2% af þeim launum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn