fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Eyja með gömlu hervirki til sölu – Fimmtán draugar búa þar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. júlí 2024 20:30

Eyjan er ekki stór en hún er vel varin. Mynd/Drake´s Island

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan Drake´s Island við strendur Devon héraðs í suðvestur hluta Bretlands er til sölu. Þar er leyfi til að byggja hótel og rammgert hervirki sem varði eyjuna um aldir. Það er þó reimt á eyjunni.

Breska sjónvarpsstöðin Sky News greinir frá þessu.

Eyjan er aðeins tveir og hálfur hektari að stærð og liggur fyrir utan borgina Plymouth. Leyfi til að byggja lúxushótel á eyjunni fylgir með í sölunni. Sem og mörg hundruð ára fallbyssur og önnur hernaðarmannvirki. Stórskotaliðsbyssur, byssupúðursgeymslur og vitaskuld vistarverur hermanna sem vörðu eyjuna.

Eyjan er nefnd eftir landkönnuðinum Francis Drake, sem hóf för sína í kringum hnöttinn í henni árið 1577.

„Hérna er meira en 2000 ára saga. Fyrsta byggingin er frá 1135,“ segir eigandinn Morgan Philips sem keypti eyjuna árið 2019 á 6 milljón pund. Hann fékk réttinn að hótelbyggingu en hún mun kosta um 25 milljónir punda, það er að breyta mannvirkjunum sem eru á eyjunni í hótel.

Vandamálið er hins vegar að það er reimt á eyjunni. Alls fimmtán draugar sem vilja ekki fara í burtu.

„Ef þú trúir miðlunum sem koma hingað. Þetta eru allt óbreyttir breskir hermenn,“ segir Philips. „En þeir eru hér til að verja okkur. Það er það sem þeir gerðu á meðan þeir voru á lífi og það gera þeir enn þá. Ég hef séð ýmislegt hérna sem ég get ekki útskýrt. En það er allt saman af hinu góða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður