fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Uppnám í litlum grænlenskum bæ vegna tveggja ísbjarnaheimsókna – „Fólk er bara í sjokki“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar grænlenska þorpsins Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund eru í hálfgerðu áfalli tvær ísbjarnaheimsóknir í vikunni. Þorpsbúar eru alvanir ísbjörnum í nærumhverfi sínu en að sögn Arnars Valgeirssonar, hjá Kalak – vinafélagi Íslands og Grænlands, gerist það þó ekki nema einu sinni á ári, að meðaltali, að ísbirnir komi inn í þorpið og þá, er það nær undantekningalaust að vetri til.

„Það þekkist ekki að ísbjörn komi inn í þorpið að sumri til og hvað þá tveir í röð. Fólk er bara í sjokki,“ segir Arnar, sem þekkir vel til í Ittoqqortoormiit. Hann hefur heimsótt þorpið margoft undanfarin ár og var þar síðast um páskana við fjórða mann þar sem börnum í þorpinu var meðal annars kennd skák. Blaðamaður Morgunblaðsins, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, var ein leiðangursmanna og skrifaði áhugaverða grein um upplifunina, þar sem áhyggjur þorpsbúa af ísbjörnum voru einmitt tíundaðar.

Arnar á marga vini í þorpinu og hann hefur því fylgst vel með atburðarásinni í Ittoqqortoormiit síðustu daga í gegnum Facebook-síður vina sinna. Fyrst kom ísbjörn inn í þorpið á þriðjudaginn og varð uppi fótur og fit enda var fótboltaleikur barna í gangi milli tveggja liða og því mikið stuð í bænum. Björninn var þegar í stað felldur enda að öllum líkindum í ætisleit og stórhættulegur.

Grænlandsvinurinn Arnar Valgeirsson hefur margoft heimsótt Ittoqqortoormiit

„Svo í gær, miðvikudag, kemur enn stærri björn inn í bæinn og þá varð fólki ekki um sel,“ segir Arnar. Vel var fylgst með ferðum bjarnarins en að endingu var staðan metin þannig að nauðsynlegt væri að fella dýrið.

Grænlenski miðillinn KNR fjallaði um málið og birti myndir og myndskeið af atburðunum.

Eins og áður segir þá eru þorpsbúar, að sögn Arnars, afar áhyggjufullir yfir þróuninni. Líklegt má telja að einhverjar breytingar í umhverfi bjarnanna séu að eiga sér stað fyrst að þeir eru farnir að sækja inn í þorpið að sumri til. Að öllum líkindum er um að ræða afleiðingar af loftslagsbreytingum. Hafa margir áhyggjur af tilvist ísbjarna í slíkum hamförum enda treysta þeir á ísbreiðurnar til að veiða sér til matar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Í gær

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Í gær

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn
Fréttir
Í gær

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn
Fréttir
Í gær

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af