fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 14:30

Harkan í málinu er slík að faðirinn bað um nálgunarbann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur gengið á í fjölskyldufyrirtæki í Grindavík eins og kemur fram í nýbirtum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Deilurnar standa á milli föðurs og tveggja sona hans og ganga gríðarlega harðar ásakanir á víxl. Meðal annars um fjárdrátt úr fyrirtækinu til þess að setja í eigið húsnæði.

Dómur féll á þriðjudag, 23. júlí, í máli sem faðirinn höfðaði á hendur smíðafyrirtæki sem hann stofnaði með sonum sínum árið 2000. Krafðist hann tæplega 6 milljón króna með vöxtum í ógreidd laun en í öðru máli sem hann höfðaði gegn félaginu krafðist hann 27 milljón króna í arð.

Mætti eftir vinnuslys og rak tengdadótturina

Sagan er rekin í málsatvika kafla dómsins. Segir að faðirinn hafi átt 40 prósent í félaginu og verið framkvæmdastjóri þess en hvor sonur hans átt 30 prósent. En þegar eiginkona föðurins lést árið 2019 lækkaði eign hans í tæp 27 prósent þar sem börn konunnar fengu eignarhluta í fyrirtækinu í arf. Þann hluta keypti annar bróðirinn árið 2021. Eiga bræðurnir því samanlagt 73,3 prósent.

Í janúar á því ári lenti faðirinn í slysi og varð óvinnufær. Greinir feðgana verulega á um málsatvik eftir það. En veikindaréttur hans var uppurinn í júlí 2021.

Faðirinn segist hafa mætt aftur til vinnu í október árið 2021 en verið sagt upp tveimur mánuðum seinna, það er í kringum hátíðirnar það ár.

Mikið ósætti var milli feðganna eftir að faðirinn sneri aftur til vinnu. Daginn sem hann kom til vinnu, þann 6. október, rak hann tengdadóttur sína sem starfaði sem gjaldkeri og bókari fyrirtækisins.

Í uppsagnarbréfinu stóð að hún hefði orðið uppvís að grófum og ítrekuðum brotum í starfi. Það er brotum á hlýðnisskyldu, greiðslu ósamþykktra reikninga, fjárdrætti og undanskota verðmæta í eigu fyrirtækisins hefðu verið nýtt til að fjármagna byggingu fasteignar hennar. Uppsögnin tók þegar gildi og var hún beðin að yfirgefa starfstöð fyrirtækisins tafarlaust.

Rekinn eftir hluthafafund

Í nóvember sendi faðirinn bréf til sona sinna þar sem tilkynnt var að bókhald fyrirtækisins yrði rannsakað vegna gruns um að annar sonurinn og eiginkona hans hefðu dregið sér fé upp á tugmilljónir króna.

Í lok árs var haldinn hluthafafundur þar sem sá sonur var gerður að stjórnarformanni. Í kjölfarið var föðurnum sagt upp sem framkvæmdastjóra, var símanúmeri hans, tölvupósti og aðgangi að heimabanka fyrirtækisins lokað. Var honum einnig gert að skila bifreið félagsins og tæma íbúð þess þar sem hann hafði búið í.

Hafi látið félagið borga mat og læknisheimsóknir

Málið fyrir héraðsdómi snýst um deilur um laun föðurins á uppsagnarfresti. Faðirinn gerði kröfu um laun á 6 mánaða uppsagnarfresti en bræðurnir sögðu að enginn ráðningarsamningur væri til staðar og að laun hefðu ákvarðast mánaðarlega út frá vinnuframlagi og tímaskýrslum.

Einnig sögðu þeir að faðirinn hefði greitt sér laun í þrjá mánuði haustið 2021 án þess að tímaskýrslur lægju fyrir. Sem og að nota kreditkort félagsins til að borga læknisheimsóknir, hádegismat, matarinnkaup, tölvukaup og fleira.

Sögðu bræðurnir að faðir sinn hefði gefið út fjölda reikninga með röngum fjárhæðum og í mörgum tilvikum án þess að efniskostnaður væri samhliða innheimtur. Hafi þetta valdið óánægju viðskiptavina. Kröfur hafi safnast upp og faðirinn ekki greitt á réttum tíma. Vegna þessa væri félagið ekki skuldbundið til að greiða honum laun á uppsagnarfresti.

Tóku af arði föður síns

Faðirinn leitaði til Félags iðn- og tæknigreina með kröfu sína um ógreidd laun. Einnig krafðist hann miskabóta. Leitaði hann einnig til menningar- og viðskiptaráðuneytisins til þess að reyna að fá rannsókn á meintum fjárdrætti annars sonar síns og eiginkonu hans. Var því hafnað í júlí árið 2023.

Í október var haldinn hluthafafundur í félaginu og ákveðið að greiða 100 milljónir út í arð. Faðirinn fékk aðeins greiddar tæplega 3,7 milljónir þrátt fyrir að eiga rúman fjórðungshlut.

Þegar hann spurði hvers vegna hann hefði ekki fengið alla sína arðgreiðslu var honum sagt að gerðar hefðu verið upp skuldir hans við eigendur áður en greitt var út. Það er vegna kaupa á tölvu og mús, verkfærum, greiðslur til lögmanna og fleira. Sagði faðirinn þetta hafa verið eðlileg kaup í starfsemi félagsins.

Húsbrot og nálgunarbann

Harkan í málinu er slík að lögregla hefur verið kölluð til. Á meðal gagna í málinu er afrit af lögregluskýrslu frá því í nóvember árið 2021 þar sem segir að annar bróðirinn hafi verið kallaður til skýrslutöku hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum vegna húsbrots og hótana gegn föðurnum. Faðirinn hafi einnig lagt fram beiðni um nálgunarbann.

Gátu ekki keypt föðurinn út

Kemur einnig fram að haustið 2021 hafi farið fram viðræður um að bræðurnir keyptu föður sinn út úr fyrirtækinu. Hins vegar hafi þær siglt í strand þar sem allt of mikið hafi borið á milli hvað hlutur hans ætti að kosta.

Dómari hafnaði launakröfu föðurins en taldi að hann ætti rétt á rúmlega 7,4 milljóna greiðslu til viðbótar í arðgreiðslu. Hins vegar bæri honum að greiða fyrirtækinu 2,2 milljónir króna í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt