fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ólga í íslenska jazzheiminum og ásakanir um karlrembu – „Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein sem jazzpíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir birti á Facebook í gær hefur vakið mikla athygli. Þar sakar hún íslensku jazzhreyfinguna um karlrembu og lítilmennsku í tengslum við Jazzhátíð Reykjavíkur. Án þess að nefna nokkurn á nafn dregur Sunna inn í skrif sín deilur við Einar Scheving, þekktan trommu- og slagverksleikara í jazzsenunni. Einari mislíkar mjög skrifin  og svarar í löngu máli, þar sem hann sakar Sunnu um að hafa beðið fólk um að ráða hann ekki í spilamennsku og segist ekki vita hvers vegna henni er illa við hann.

Sunna segist í grein sinni hafa storkað feðraveldinu í hinum íslenska jazzheimi og skuli henni hefnast lengi fyrir það:

Ég gagnrýndi framkvæmd Jazzhátíðar Reykjavíkur haustið 2014. Ég hélt ég hefði skrifað uppbyggilega gagnrýni sem yrði hugsanleg til að hnika jazzsenunni fram á við með því að efla og bæta Jazzhátíð Reykjavíkur. Ég sendi bréfið á tölvupósti á fólk á senunni. Því var ekki vel tekið því ef þetta kvissaðist út gæti fjárstuðningur hátíðarinnar verið í hættu og þá væri það auðvitað mér að kenna en ekki körlunum sem stóðu að framkvæmdinni. Á næstu árum fékk ég að finna fyrir því að hafa ruggað bátnum. Ég dró mig að lokum að mestu frá senunni hérlendis en nú var ég aftur óþægilega minnt á illgirnina sem ríkir meðal þeirra sem óttast að vera lítill karl.

Þegar ég vakti tals á málum Jazzhátíðar var ekkert umsóknarferli. Það var ekki hægt að sækja um eða lýsa yfir áhuga á að taka þátt nema að hitta á stjórnanda hátíðarinnar. Þegar þáverandi stjórnandi hátíðarinnar hætti var mynduð ný stjórn þriggja manneskja sem myndi skipuleggja hátíðina af umhyggju og eljusemi og búa til gott, heiðarlegt og gegnsætt verklag í kringum hana. Það var greinilega framkvæmd sem ekki hugnaðist öllum. Það hefði átt að vera öllum ljóst að undir stjórn nýrrar stjórnar myndi hátíðin óska eftir tillögum að atriðum innan tiltekins umsóknarfrests, ásamt því að taka á öðrum atriðum í gagnrýni minni sem er óþarfi að tíunda hér. Þetta féll ekki vel í kramið hjá feðraveldinu og þótti sumum tilkörlum senunnar fyrir neðan sína virðingu að sækja um á hátíðinni sem þeir kannski (eða jafnvel ekki kannski) töldu sig eiga fram yfir aðra. Ekkert hefði getað undirbúið mig fyrir þau samskipti sem áttu eftir að eiga sér stað.

Sunna segist hafa fundið fyrir karlrembu og forréttindafrekju í jazzheiminum þegar hún braust þar til valda og sat í stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur:

„Ég var vöruð við að stíga á tærnar á tilkörlunum og mér kurteisislega bent á að “brosa meira og ekki segja nei við þessa menn”. Það var öskrað á mig þegar menn fengu ekki sínu fram. Þegar Jazzhátíð gat ekki mætt auknum launakröfum Stórsveitar Reykjavíkur með engum fyrirvara sagði forsvarsmaður þeirra að það væri ekki áhugavert fyrir þá að vera aðili að hátíðinni. Svo berst mér til eyrna að sagan á senunni sé að ég vilji ekki Stórsveitina á hátíðina og að ég vilji ekki Tómas R. Einarsson á hátíðina, og það olli auðvitað almennri hneykslan. Guð má vita hvað annað mér hefur verið eignað. Rætni tilkarlsins var í fullum blóma. Árið sem einn karlinn var ekki flytjandi á hátíðinni og þurfti því að borga sig inn, ýtti hann mér frá dyrunum og upp úr honum hrökk “láttu ekki svona, ég á þessa hátíð”. Þegar stjórnin þurfti að hætta við bókun á bandi eins flytjandans og honum boðið að taka inn annað band sem hann var aðili að var svarið “glætan að þeir komi inn sem varaskeifa fyrir bandið mitt”.

Þetta lýsir viðhorfi hins dæmigerða tilkarls á jazzsenu Íslands. Þeir eru nokkrir, alls ekki allir, en nógu margir til að eitra út frá sér. Frekjan, eigingirnin og allt illa umtalið. Maður lifandi. Jazzhátíð Reykjavíkur er helsta afl jazzsamfélagsins en samt er eins og menn leggi sig fram um að grafa undan henni, hliðarverðirnir sem koma í veg fyrir að nokkuð geti dafnað því þeir óttast að vera skildir eftir. Svo eru það hinir sem ekkert segja af því að þeir óttast að missa sinn hlut. En vitið þið, illt gerir engum gott.“

Segir aðdróttarnir Einars hafa vakið sárar minningar

Sunna segir að henni hafi misboðið svo karllæg menning jazzheimsins að hún hafi dregið sig alveg út úr honum. Hún beinir síðan orðum sínum til Einars, án þess að nefna hann á nafn en hann tekur ásakanirnar til sín í svargrein. Þar lýsir hún miklum sárindum með að Einar sé að breiða það út að hún biðji fólk um að ráða hann ekki til starfa í hljómsveitir sem troða upp. Segir hún hann hafa krafið hana svara og misbýður henni það líka mikið. Segir hún að aðdróttanir Einars hafi vakið henni upp sársaukafullar minningar:

„Ég hef ekki enn jafnað mig á karlrembunni og forréttindafrekjunni í kringum þig og þína. Mér er ekki illa við þig þó mér hafi misboðið framkoma þín og að mig langi ekki að vera í návist þinni og langaði ekki að þú kæmir sem afleysingamaður á hátíðina sem ég bjó til og fjármagnaði. Þér finnst ég ekki hafa rétt á að velja fólkið sem ég greiði laun en mér finnst eðlilegt að ég geri það. Þá er ég að tala um verkefni sem ég fjármagna en ekki sjálfseignarfélag eins og Jazzhátíð Reykjavíkur. Ég mun aldrei vísvitandi fara niður á þetta plan að grafa undan tækifærum annara. Mér misbýður aftur framkoma þín nú þar sem þú heimtar að fá svör frá mér og sakar mig svo um dónaskap þegar þú færð ekki þínu fram. Þú kallar mín vinnubrögð rætin sem réttast sé að ræða í jazzsamfélaginu og þá segi ég margur heldur mig sig.“

Grein Sunnu í heild má lesa hér fyrir neðan:

„Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig“

Í svargrein sinni segist Einar ekki kannast við karlrembu í íslenska jazzheiminum og þegar Sunna bendli hann við slíkt sé hún að saka hann um eiginleika sem hann fyrirlíti. Hann lýsir skrifum hennar sem rógburði.

Einar segist aldrei fara í manngreinarálit og hann hafi alltaf talað við Sunnu eins og hverja aðra manneskju. Henni hafi hins vegar lengi verið illa við hann og kann hann engar skýringar á því. Segir hann skrifin vera fyrir neðan virðingu hennar.

Einar segist hafa frétt fyrir skömmu að Sunna hafi beðið tónlistarmann um að ráða Einar ekki í hljómsveit sína. Á þessu vildi hann fá skýringar frá Sunnu:

„…ég frétti það um daginn að hún hefði beðið listamann sem var að fara að leika á hátíð sem Sunna var að skipuleggja að ráða mig ekki í hljómsveitina. Hún ræður eðlilega hverjir koma fram á þeim tónleikum sem hún skipuleggur, en mér brá eðlilega að heyra að hún hefði beðið viðkomandi listamann sérstaklega að ráða mig ekki. Þegar ég frétti þetta þá að sjálfsögðu spurði ég Sunnu út í þetta og hvort henni væri eitthvað illa við mig. Hún sagðist mundu svara mér og beið ég því eftir útskýringum. Þær komu aldrei fyrr en ég rakst á þessa færslu Sunnu, þar sem hún reynir að spyrða mig við einhverja landlæga karlrembu innan jazzgeirans. Það er gjörsamlega óásættanlegur rógburður, enda eins og áður sagði þá fyrirlít ég þann heim sem hún reynir að spyrða við mig.

Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig eða hvað hún telur að ég hafi gert sér en rógburður eins og sá sem hún ritar um mig er fyrir neðan hennar og allra virðingu. Ég vona að hún muni finna frið og óska ég henni alls hins besta.“

Grein Einars í heild má lesa hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis