fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Harris hafi tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til að hljóta útnefningu sem forsetaefni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 06:53

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði útnefnd forsetaefni Demókrata fyrir komandi kosningar. Flokksmenn hafa keppst við að styðja hana, jafnvel þeir sem sagðir voru geta orðið hennar helstu keppinautar, og nú liggur fyrir að hún hafi tryggt sér þann fjölda kjörmanna, 1976 samkvæmt mati CNN, á komandi flokksþingi Demókrata til þess að hljóta útnefningu flokksins.

Segir í umfjöllun CNN að Harris hafi átt annasamar stundir eftir að ljóst var að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hafi hún, í klædd hettupeysu frá háskólaárum sínum, hringt meira en 100 símtöl á 10 klukkustundum til áhrifafólks innan Demókrataflokksins og leitað eftir stuðningi þeirra. Það hefur greinilega borið ríkulegan ávöxt.

Enginn mögulegur keppinautur er í sjónmáli innan flokks Demókrata og nú virðist aðeins vera spurningin hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt.

Harris heimsóttið aðalkosningamiðstöð Biden í Delaware-fylki á mánudagskvöldið og hélt þar kröftuga ræðu. Lagði hún áherslu á að í störfum sínum sem saksóknari hafi hún tekið á brotamönnum af öllum stærðum og gerðum.

„Skrímsli sem misnotuðu konur, svikahrappa sem blekktu viðskiptavini og svindlara sem brutu leikreglurnar. Svo trúið mér þegar ég segi að ég þekki týpur eins og Donald Trump,“ sagði Harris og staðfesti í raun það sem margir telja að verði rauði þráðurinn í kosningabaráttu hennar. Hún hafi verið sú sem kom réttlætinu yfir fólk, sem farsæll saksóknari, en Donald Trump sé brotamaður.

Þá flæddu peningar inn í kosningasjóði hennar en á mánudaginn bárust um 81 milljón dollarar frá stuðningsfólki Demókrata. Það er hæsta upphæð sem nokkur frambjóðandi hefur safnað á einum degi í sögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“

Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

98% kínverskra banka hafa hafnað greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum síðasta mánuðinn

98% kínverskra banka hafa hafnað greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum síðasta mánuðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar loftmyndir af gosinu – Teknar nú í nótt

Nýjar loftmyndir af gosinu – Teknar nú í nótt