fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 18:30

Karlotta eignaðist aldrei afkvæmin. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stingskata sem varð ólétt í febrúar án þess að karldýr kæmi þar nærri er nú dauð. Skatan var með mjög sjaldgæfan sjúkdóm.

Huffington Post greinir frá þessu.

Sjávardýrasafnið í Hendersonville í Norður Karólínu í Bandaríkjunum tilkynnti um dauða Karlottu fyrir skemmstu. En hún var stórmerkileg skata.

Í febrúar var greint frá því að Karlotta hefði orðið ólétt þrátt fyrir að hafa ekki deilt fiskabúri með karlkyns skötu í átta ár. Vakti þetta mikla furðu og gerðar voru rannsóknir á Karlottu.

Í maí kom í ljós að hún hafði verið haldin mjög sjaldgæfum æxlunarsjúkdómi. Óléttan gekk ekki lengra og hún eignaðist ekki afkvæmi.

Talið var að um væri að ræða sérstakt ferli (parthenogenesis) þar sem afkvæmi verða til í ófrjóvguðum eggjum. Þetta afar sjaldgæfa ferli getur gerst hjá skordýrum, fiskum, froskdýrum, skriðdýrum og fuglum en ekki spendýrum. Vitað er til að þetta hafi gerst hjá til dæmis kondórum, kómódó drekum og snákum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni