fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Kraftlyftingamaðurinn Júlían orðinn löggiltur fasteignasali

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. júlí 2024 15:30

Júlían greindi frá því árið 2022 að hann væri að hefja námið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er orðinn fasteignasali. Júlían hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins og á að baki ótal met.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út löggilt leyfi fyrir Júlían til að starfa sem löggiltur fasteigna- og skipasali á mánudag, þann 15. júlí síðastliðinn. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu.

Júlían hefur reyndar starfað á fasteignasölunni Remax síðan árið 2022, en í nóvember það ár greindi Júlían frá því að hann væri að láta gamlan draum rætast og hefja nám til löggildingar fasteigna- og skipasölu.

Júlían var í helgarviðtali við DV í nóvember árið 2018, þá 25 ára gamall. En þá hafði hann nýlega sett heimsmet í réttstöðulyftingum, í tvígang meira að segja. Hafði hann unnið ótal titla, bæði hérlendis og á erlendri grundu í greininni sem og sett 210 met á ferlinum.

Ári seinna, það er árið 2019, var Júlían útnefndur íþróttamaður ársins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“