fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 08:00

Mashco Piro. Mynd/Survival International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Survival International, sem standa vörð um réttindi frumbyggja, birtu í vikunni ótrúlegar myndir af hinum einangraða Mashco Piro-ættbálk, en meðlimir hans hafa lifað djúpt í Amazon-skóglendi Perú og forðast í lengstu lög að komast í snertingu við nútímamanninn.

Stundum hafa þó orðið árekstrar, árið 2012 fannst perúvískur leiðsögumaður, Nicholas Flores, til að mynda látinn með frumstæða ör í hjartastað. Talið er að hann hafi verið drepinn af Mascho Piro-frumbyggjunum.

Stjórnvöld í Perú hafa bannað samskipti við ættbálkinn, sem talinn er telja 750 manns, af ótta við að veirur og bakteríur verði frumbyggjunum að fjörtjóni.

En friðhelgi ættbálksins dularfulla er í hættu. Skógarhöggsfyrirtæki, sem sækjast eftir dýrmætum sedrus- og mahóganívið, eru farinn að fikra sig inn á lifnaðarsvæði frumbyggjanna í Manú-þjóðgarðinum með þeim afleiðingum að frumbyggjarnir hafa orðið sífellt sýnilegri á síðustu vikum. CNN greinir frá.

„Þau eru að flýja frá skógarhöggsmönnum í Perú. Á þessum tíma árs kom þau að fljótinu til þess að næla sér í skjaldbökuegg ( tracajá). Þá finnum við fótspor þeirra í sandinum og ógrynni af skjaldbökuskeljum. Þetta er fólk sem fær engan frið, þau eru óróleg enda alltaf á flótta,“ hefur CNN eftir Rosa Padilha, sérfræðingi hjá frumbyggjaráði kaþólsku kirkjunnar.

Hér má sjá myndirnar ótrúlegu:

Áætlað er að ættbálkurinn telji 750 manns. Mynd/Survival International
Ung börn á árbakkanumMynd/Survival International
Frumbyggjarnir sækjast í skjaldbökuegg á þessum tíma árs. Mynd/Survival International
Fólkið virtist afslappað á bökkum fljótsins. Mynd/Survival International

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
Fréttir
Í gær

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala
Fréttir
Í gær

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“
Fréttir
Í gær

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti