fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 13:30

Björgunarbátur var sendur frá Falmouth í Bretlandi. Mynd/RNLI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtiferðaskipið Regal Princess sendi út neyðarkall við strendur Bretlands. Ástæðan var að farþegi þurfti nauðsynlega á læknishjálp að halda strax.

Breska blaðið Southern Daily Echo greinir frá þessu.

Skipið var á leið frá Southampton í Bretlandi til Cork í Írlandi. Skipið hefur reglulega komið til Íslands og íslenskar ferðaskrifstofur hafa boðið upp á ferðir með því hérlendis.

Skipið, sem er 330 metra langt og tekur 3 þúsund farþega, lagði af stað á sunnudag. Var það nálægt ströndum Cornwall í suðvesturhluta Bretlands þegar atvikið kom upp. Var björgunarbátur sendur frá borginni Falmouth til að ná í farþegann.

„Tveir sjúkraflutningamenn fóru um borð í skemmtiferðaskipið ásamt tveimur skipverjum af björgunarbátnum til að flytja hinn veika í björgunarbátinn,“ segir í tilkynningu RNLI, björgunarbátastofnun Bretlands. Var hann svo fluttur á sjúkrahús.

Er þetta í annað skipti sem neyðarkall berst frá skipum í eigu skipafélagsins Princess Cruises á aðeins einni viku. Caribbean Princess sendi út neyðarkall á leið sinni frá Southampton til Íslands á sunnudag og fékk aðstoð frá björgunarmönnum í Falmouth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“