fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 13:05

Lögreglurannsókn í herbergi mannsins. Mynd/KhaoSod

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Samut Prakan í Tælandi. Lögregla rannsakar málið en engin augljós merki um átök fundust í herberginu.

Tælenski fjölmiðillinn The Thaiger greinir frá þessu og segir málið dularfullt.

Samut Prakan er sunnan við höfuðborgina Bangkok. Að sögn hótelstarfsfólks hafði Íslendingurinn dvalið á hótelinu í um einn mánuð. Þegar hann kom ekki niður á sínum hefðbundna tíma, um klukkan 10:30, var farið að athuga með hann. En maðurinn endurnýjaði leiguna á hverjum degi. Starfsmaður opnaði herbergið með korti og fann manninn látinn.

Í frétt The Thaiger kemur fram að maðurinn hafi verið 54 ára gamall. Hann fannst liggjandi við hliðina á rúminu sínu, klæddur í svartan bol og rauðar stuttbuxur. Talið er að hann hafi verið látinn í sex til tólf klukkustundir þegar hann fannst.

Eins og áður segir voru engin merki um átök á hótelherbergi mannsins en þar fundust hins vegar nokkrar áfengisflöskur. Sagði starfsmaður hótelsins að maðurinn hefði lagt það í vana sinn að drekka áfengi á hverjum degi.

Án þess að það sé staðfest þá hefur lögreglan í Samut Prakan grunsemdir um að maðurinn kynni að hafa látist af ofneyslu áfengis. Krufning á hins vegar eftir að fara fram á Ramathibodi Chakri Naruebodindra spítalanum þangað sem lík hans var flutt.

Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að umrætt mál sé komið inn á  borð borgaraþjónustu ráðuneytisins, en ekki verði veittar frekari upplýsingar um einstök mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“