fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 07:00

Viðbragðsaðilar á Grand Hyatt-hótelinu í Bangkok. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex gestir fundust látnir með dularfullum hætti á Grand Hyatt-lúxushótelinu í miðborg Bangkok í gær. Starfsfólk hótelsins vitjaði gestanna eftir að þeim hafði láðst að skrá sig út af hótelinu á réttum tíma en fundu þá aðeins lík gestanna. Fjórir hinna látnu eru víetnamskir ríkisborgarar en að auki voru tveir bandarískir ríkisborgar, af víetnömskum uppruna, í hópi hinna látnu. Um var að ræða þrjá karla og þrjár konur. Athygli vekur að fólkið hafði bókað hótelgistingu fyrir sjö manns en lögregla leitar nú að þeim aðila.

Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir fólkinu og mögulega hafi þau drukkið blásýrublandað te. Engin merki voru um neinskonar ofbeldi né virðist nokkru hafa verið rænt af fólkinu. Þá er lögreglan sannfærð um að fólkið hafi ekki skaðað sig sjálft.

Í umfjöllun CNN kemur fram að fólkið hafi pantað mat og drykki, eins og te, upp á herbergið en maturinn hafi verið ósnertur þegar lík fólksins uppgötvaðist. Þá fundust leifar af hvítu dufti í herberginu sem lögreglu grunar að sé blásýra. Merki voru um að einn hinna látnu hafi reynt að hlaupa að herbergishurðinni en ekki náð í tæka tíð áður en hann féll örendur til jarðar.

Málið er litið afar alvarlegum augum í Tælandi enda hefur ferðamannaiðnaðurinn, sem er landinu afar mikilvægur,  aðeins átt undir högg að sækja og hafa yfirvöld reynt að blása lífi í glæðurnar. Til að mynda með því að rýmka reglur um vegabréfsáritun til landsins fyrir fjölmörg þjóðerni.

Forsætisráðherra Tælands, Srettha Thavisin, boðaði strax umfangsmikla lögreglurannsókn og sagðist vona að hið dullarfulla mál muni ekki skaða ferðamannaiðnaðinn í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?