Covid-smit hafa skotið upp kollinum á átta deildum Landspítalans og breiðst hratt út. Í tilkynningu frá Landspítalanum nú fyrir stundu kemur fram að allnokkrir sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum. Þá sé einnig talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel dögum saman. Í svari frá Andra Ólafssyni, samskiptafulltrúa Landspítalans, við fyrirspurn DV um stöðu mála kemur fram að einkenni sýkinganna hafa yfirleitt verið væg og veikindin gengið yfir á stuttum tíma.
Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að í dag, 16. júlí, hafi 32 sjúklingar verið í einangrun vegna Covid á spítalanum í þremur byggingum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Talsverð reynsla er þó komin af glímunni við þennan skaðvald en þetta er þriðja sumarið í röð sem slíkar sýkingar riðla starfinu að einhverju leyti.
Þá kemur fram að frá og með morgundeginum 17. júlí kl.08 verði gripið til eftirfarandi aðgerða:
Á Landspítala munu eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8 og komi til með að gilda í fjóra sólarhringa.
Þessar reglur taka gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verða endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar.