fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 19:49

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeildarþingmaðurinn  J.D. Vance, sem situr á þingi fyrir Ohio-ríki.  verður varaforsetaefni Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins, í forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust.

Trump greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlinum Truth Social nú fyrir stundu en landsþing Repúblíkanaflokksins hófst í dag.

Vance er 39 ára gamall og var harður gagnrýnandi Trumps í forsetaframboði hans árið 2016. Fjórum árum seinna hafði hann hins vegar breytt um kúrs og studdi Trump með ráðum og dáð. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2022, eftir að Trump hafði lýst yfir stuðningi við hann.

Vance er með gráðu í lögfræði frá Yale-háskóla en fór þaðan út í viðskiptalífið þar sem hann efnaðist á fjárfestingum. Þá er hann er einnig metsölurithöfundur. Hann skrifaði endurminningabókin Hillbilly Elegy sem endaði sem Netflix-mynd í leikstjórn Ron Howard.

Ákvörðun Trumps virðist við fyrstu sýn nokkuð klók en hann treystir á að Vance muni afla fylgis í Miðvesturríkjum eins og Pennsylvania, Michigan og Wisconsin þar sem búist er við að mjótt verði á mununum.

Vance er giftur en hann og eiginkona hans, Usha Chilukuri Vance, gengu í það heilaga árið 2014. Þau kynntust á háskólaárum sínum og eiga þrjú börn saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“